Linda Hilmarsdóttir (49) stendur góðgerðarvaktina: 

Hinir árlegu Hressleikar verða haldnir laugardaginn 31.október. Aðstandendur heilsræktarstöðvarinnar Hress hafa haldið Hressleika í fjölmörg ár þar sem tilgangurin er að koma saman ekki bara til þess að styrkja vöðva heldur líka til að styrkja gott málefni. Öllum er velkomið að taka þátt hvort sem þeir eru korthafar í Hress eða ekki.

Stuðningur“ Í ár ætlum við að styrkja fimm manna fjölskyldu úr Hafnarfirðinum. Fjölskyldan 11230655_10153516410423584_8373492785297046318_n (4)samanstendur af Kristínu Þórsdóttur ( 31 árs) og Kristjáni Birni Tryggvasyni ( 34 ára). Saman eiga þau þrjú börn, Bóas Örn 2 ára, Öglu Björk 7 ára og Ísak Þór 12 ára. Fyrir níu árum greindist Kristján með heilaæxli og var honum ekki spáð langlífi en á einhvern ótrúlegan hátt náði hann að sigrast á meininu.

Afleiðingarnar af heilaæxlinu er framheilaskaði. Kiddi hefur alltaf verið ótrúlega jákvæður og glímt við veikindin af mikilli jákvæðni.Því miður greindist Kristján aftur með illkynja heilaæxli í maí á þessu ári og varð að láta af störfum og hefja lyfjameðferð. Við þetta áfall varð Kristín að láta tímabundið af störfum líka til að sinna veikum eiginmanni og börnum. Því miður hefur Kristjáni hrakað undanfarið og hafa öll þessi áföll haft veruleg áhrif á fjárhag fjölskyldunnar og framtíðar drauma þeirra. Við vonum að sem flestir mæti og leggi þessu unga fólki lið sitt á svo erfiðum tímum,“ segir Linda sem er í óðaönn að undirbúa viðburðinn.

Related Posts