Hanna Heiða (28) datt í lukkupottinn:

 

Amor Þorsteinn B. Friðriksson, töframaðurinn í tölvufyrirtækinu Plain Vanilla, hefur fundið ástina og er alsæll. Sú útvalda heitir Jóhanna Ragnheiður Lárusdóttir, alltaf kölluð Hanna Heiða og starfar sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

Þorsteinn, sem er 35 ára, keypti glæsilega hæð og kjallara í húsi við Ægisíðu 96 fyrir nokkrum mánuðum og þar hafa iðnaðarmenn verið að verki sleitulaust síðan en nú sér fyrir endann á því. Þorsteinn gerir ráð fyrir að geta flutt inn í næsta mánuði – og þá með Hönnu Heiðu – ástinni sinni.

Related Posts