S.O.S. – Spurt og svarað:

 

Kjartan Dagur Holm er einn af meðlimum hljómsveitarinnar For A Minor Reflection. Hann á það til að vera fljótt pirraður og hefur oftar en einu sinni dottið niður stigann á Kaffibarnum. Kjartan er mættur í sviðsljósið okkar.

 

HVER ER STATUSINN ÞINN Á FACEBOOK NÚNA?
Seinasti status er frá 1. desember 2013 sem segir einfaldlega: „Reykjavík.“

ERTU Á TWITTER?
Já, en ég nota það eiginlega ekki neitt … Það er @kjartanholm

HVAÐ BORÐARÐU Í MORGUNMAT?
AB mjólk með perubragði og svart kaffi. Klikkar ekki.

HVAÐ ER TURN ON OG OFF FYRIR ÞÉR?
Skemmtilegt fólk og leiðinlegt fólk.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Þunnur með bumbu.

HVER MYNDI LEIKA ÞIG Í BÍÓMYNDINNI?
Dylan Moran.

VIÐ HVAÐ ERTU HRÆDDUR?
Framsókn.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að kjósa ekki Framsókn.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Þær eru svo margar …

HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?
Verð kannski svolítið fljótt pirraður.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Hreinsun eftir Sofi Oksanen.

HVENÆR FÉKKSTU SÍÐAST FRÁBÆRAN MAT OG HVAÐ VAR ÞAÐ?
Fiskur hjá mömmu. Gourmet.

KOMMENTAKERFI Á FRÉTTASÍÐUM, GOTT EÐA SLÆMT?
Hrikalegt.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Klárlega Parks and Recreation.

HVERJU ERTU STOLTASTUR AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?
Að hafa viljað klæða mig eins og Fred Durst.

HVER ER EFTIRLÆTISVEITINGASTAÐURINN?
Bæjarins beztu pylsur.

HVAÐ MYNDIRÐU ALDREI BORÐA?
Tómata.

HUNDUR EÐA KÖTTUR OG HVERS VEGNA?
Hundur. Ég væri alveg til í að vera þýskur schaefer.

EF ÞÚ VÆRIR RAPPARI, HVAÐA NAFN MYNDIRÐU TAKA ÞÉR?
MC Hlöm.

HVAÐA EUROVISION-LAG ER Í SÉRLEGU UPPÁHALDI?
Sólarsamba með Magga Kjartans.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Ég hef dottið niður stigann á Kaffibarnum þó nokkrum sinnum.

HVAÐA BÓK ER Á NÁTTBORÐINU?
Dubliners eftir James Joyce.

Related Posts