S.O.S. – Spurt og svarað:

Töfrahetjurnar er nýr þáttur sem hefur göngu sína 26. september á Stöð 2. Þar munu þau Eyrún Anna og Einar Mikael framkvæma frábær töfrabrögð sem fá áhorfendur til að gapa af undrun. Séð og Heyrt tók púlsinn á Eyrúnu Önnu Tryggvadóttur.

 

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Magnificent.

HVER MYNDI LEIKA ÞIG Í BÍÓMYNDINNI?
Scarlett Johansson – samkvæmt vinnufélögunum.

VIÐ HVAÐ ERTU HRÆDD?
Kannski dálítið skrítið en ég er mjög hrædd við óveður, smávegis rok og ég sef ekkert. Svo auðvitað hákarla.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Margar góðar ákvarðanir sem mér dettur í dug. En held að það sem stendur ofarlega núna er að taka þátt í Töfrahetju-ævintýrinu eftir námið.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Þeim finnst alveg einstaklega gaman að tala um hluti sem ég gerði þegar ég var lítil. Endalausar sögur af mér og tvíburasystur minni. En ein sem mér dettur í hug akkúrat núna er þegar ég var 7 ára gömul; þá var fjölskyldan að passa einn risastóran Sankti Bernhards-hund sem náði mér upp að öxl. Ég vaknaði eldsnemma um morguninn, spennt að fara með hann í göngutúr. Ég opnaði útidyrahurðina búin að setja hann í ólina en ég var einungis á nærbuxunum og komin í stígvélin. Hundurinn stökk með mig út í brjálað óveður. Ég man að ég dróst á eftir honum hágrenjandi. Mamma og pabbi gleyma aldrei þegar þau heyrðu útidyrahurðina lokast og þau ruku fram og horfðu niður götuna á mig koma labbandi með hundinn, á nærbuxunum og stígvélunum, berjast í gegnum óveðrið hágrátandi.

HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?
Stress er kannski minn helsti veikleiki, viðurkenni að þeir eru fleiri. 

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Held ég hafi aldrei tárast yfir bók en mynd sem mér dettur í hug akkúrat núna er myndin The Impossible (grét alla myndina).

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Ég held ég væri til í að vera í Modern Family, þeir klikka aldrei. Helst þá dóttir Phil Dunphy og Claire. 

HVERJU ERTU STOLTUST AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?
Kannski stoltust að hafa vanið mig af að naga neglurnar, annars hef ég ekki vanið mig af mörgu. Ég myndi aldrei borða hund eða börn.

HUNDUR, KÖTTUR, KANÍNA EÐA HAMSTUR?
Klárlega hundur. 

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Nei, ekkert gælunafn.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Vá, þau eru svo mörg. En eitt sem mér dettur í hug akkúrat núna er þegar ég var í mátunarklefa að máta gallabuxur og einhverra hluta vegna gleymdi ég að draga fyrir og treð mér í nýþröngar gallabuxur sem pössuðu alls ekki á mig með alla búðina í beinni. Uppgötvaði síðan að ég hafði gleymt að draga fyrir þegar ég heyrði litla stelpu segja: „Mamma hvað er stelpan eiginlega að gera.“

HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?
Rúmið var keypt í Rúmgott í Kópavoginum.

 

Related Posts