Miðbær Reykjavíkur heillar túrista enda mannlífið frábært, kaffihús á hverju horni og alltaf hægt að finna eitthvað áhugavert. Þegar túristar heimsækja Ísland er nánast óhjákvæmilegt að einhver spyrji þá hvernig þeim líki land og þjóð. Séð og Heyrt spurði klassískra spurninga.

 

BJARTARA EN SÍÐAST

Esa (28) starfar sem tæknistjóri og hann og félagi hans, Roni (26), eru sammála um að Ísland sé fallegra í sumarbirtunni. Þeir heimsóttu báðir landið síðastliðinn desember og báðir koma þeir frá Helsinki í Finnlandi.

23. tbl. 2015, erlendir ferðamenn, ferðamenn, Ferðamenn á förnum vegi í Reykjavík, Hallgrímskirkja, how do you like iceland, Reykjavík, SH1506109738, Skólavörðustígur

HRESSIR VIÐ HALLGRÍMSKIRKJU: Félögunum frá Finnlandi þótti mikið koma til Hallgrímskirkju.

 

NÝKOMINN OG LÍKAR VEL

Panikos (22) frá Kýpur var nýkominn en líkaði vel við það sem hann hafði séð. Panikos er námsmaður og vikuferð til Íslands hefur verið lengi í plönunum.

23. tbl. 2015, erlendir ferðamenn, ferðamenn, Ferðamenn á förnum vegi í Reykjavík, Hallgrímskirkja, how do you like iceland, Reykjavík, SH1506109738, Skólavörðustígur

VIKUSTOPP: Panikos stoppar aðeins í viku og auðvitað var Hallgrímskirkjan fyrsta stopp.

 

ÆTLAR HRINGINN

Ludivine (30), bótox-sérfræðingur frá Frakklandi, ætlar að ferðast hringinn um landið og hlakkar mikið til.

23. tbl. 2015, erlendir ferðamenn, ferðamenn, Ferðamenn á förnum vegi í Reykjavík, Hallgrímskirkja, how do you like iceland, Reykjavík, SH1506109738, Skólavörðustígur

KULDINN BÍTUR: Ludivine var hress á Lækjartorgi en henni var þó pínulítið kalt.

 

VANTAR ALLA SKEMMTUN

Ham (53) framkvæmdarstjóri og eiginkona hans, Lelean (53) „head hunter“, koma frá Hollandi og finnst Ísland einstaklega falleg eyja. Lelean kvartaði þó sáran yfir því að ekki bæri nógu mikið í boði fyrir túrista. Henni fannst vanta öll túristaskilti og skyldi ekkert í því að þau þyrftu að fara í gegnum ferðamannabæklinga til að finna sér eitthvað að gera. Lelean er einnig ekki stærsti aðdáandi veðurfarsins.

23. tbl. 2015, erlendir ferðamenn, ferðamenn, Ferðamenn á förnum vegi í Reykjavík, Hallgrímskirkja, how do you like iceland, Reykjavík, SH1506109738, Skólavörðustígur

EYJAN FRÁBÆR: Ham og Lelean fannst Ísland fallegt land en kvörtuðu undan kuldanum.

 

STOLT AF ÍSLENDINGUM

Pamela (72), jógakennari frá Spáni, fannst magnað hvernig Íslendingum hefur tekist að byggja upp borg og siðmenningu  í svona miklu harðbýli. Hún lýsti landinu sem einstöku og sagði náttúruna hvergi annars staðar að finna  í heiminum.

23. tbl. 2015, erlendir ferðamenn, ferðamenn, Ferðamenn á förnum vegi í Reykjavík, Hallgrímskirkja, how do you like iceland, Reykjavík, SH1506109738, Skólavörðustígur

ELSKAR LANDIÐ: Pamela fór ekki leynt með aðdáun sína á Íslandi.

Myndir/ Hákon Davíð Björnsson

 

Lestu Séð og Heyrt í hverri viku!

Related Posts