Um er að ræða stærsta tónleikahús Indlands:

Í vikunni var lagður hornsteinn að tónlistar- og menningarhúsinu Shillong International Performance Art Center for Culture and Arts (SICPAC) á norðaustanverðu  Indlandi. Það var vinnustofa Guðjóns Bjarnasonar arkitekts, GB-AAA, sem hannaði húsið, en hönnun GB-AAA var valin sú besta í opinni arkitektúrkeppni.

STÆRST: Um er að ræða stærsta tónlistar- og menningarhús á Indlandi.

STÆRST: Um er að ræða stærsta tónlistar- og menningarhús á Indlandi.

Um er að ræða stærsta tónlistarhús Indlands, veglega framúrstefnubyggingu auk fylgibygginga á 40 ekrum lands sem inniheldur m.a. fjóra tónlistarsali, nútímalistasafn, ættbállkasafn, bókasafn auk  25,000 manna útileikhúss.  Húsið er staðsett í ríkinu Meghalaya.

Á aðalmyndinni má sjá Guðjón Bjarnason ásamt  forsætisráðherra Meghalaya,  Dr. Mukul Sangma, sem er helzti forkólfur þessa menningarverkefnis.

Related Posts