Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur ( 52) og Ýr Sigurðardóttir barnalæknir:

Þær hafa haslað sér völl hvor á sínu sviði, systurnar Yrsa, rithöfundur og verkfræðingur, og Ýr, barnalæknir og ofurmamma.

Yrsa Sigurðardóttir hefur fyrir löngu sannað gildi sitt sem einn vinsælasti spennusagnahöfundur Íslands fyrr og síðar. Bækur hennar seljast í bílförmum bæði hér og erlendis. Kvikmynd byggð á sögu hennar, Ég man þig, er nú í vinnslu og mun án efa slá í gegn.

Ýr Sigurðardóttir er einn fremsti barnalæknir þjóðarinnar, hún er sérfræðingur í einhverfu barna.
Ýr er jafnframt átta barna móðir, geri aðrir betur. Ýr starfar sem barnalæknir í Bandaríkjunum og leggur sitt af mörkum þar til að auka skilning á einhverfu barna.

 

Related Posts