Hörður Torfason (70) kann að fagna:

Hinn ástsæli tónlistarmaður Hörður Torfason fagnaði sjötugsafmæli sínu og hélt tónleika í Gamla bíói í tilefni dagsins. Hörður hefur síðustu ár haldið upp á afmælið sitt með tónleikum og eru þeir fastur liður í skemmtanadagskrá margra á haustin.

Slakur „Þetta gekk rosa vel, og virkilega vel að öllu staðið í Gamla bíói. Þeir eru greinilega í uppbyggingarfasa og virðist ganga vel,“ segir Hörður Torfason sem hélt tónleika sína þar.

ht

SÆL SAMAN: Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar og kona hans, listakonan Helena Sólbrá, mættu með bros á vör.

Hörður Torfason hefur haft mannréttindi sem kjarna listar sinnar í um fjörtíu ár. Hann er ötull talsmaður þeirra er minna mega sín og ferðast víða um heim og heldur fyrirlestra um réttinda og baráttumál.

„Ég tek tarnir, þessa dagana er ég að ljúka við frágang á tónleikunum, setja saman mynddisk, það er líklegt að hann fari í sölu. Það var góður hópur sem mætti á tónleikanna, ný andlit og gamlir vinir.“

Jákvæðni er lykillinn
Það vakti athygli hversu vel Hörður lítur út. Það er ekki að sjá að hér sé ferðinni maður sem er tæknilega séð kominn á áttræðisaldur.

ht

BRAUTRYÐJANDI: Þráinn Bertelsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi þingmaður, mætti með eiginkonu sína Sólveigu Eggertsdóttur.

„Ég hef ekki hugmynd um það hvers vegna ég lít vel út, ætli að það sé ekki jákvætt hugarfar. Neikvæðni krumpar fólk og herpir það saman. Kurteisi og jákvæðni er lykilinn. Mér líður vel, er kominn yfir mestu vitleysuna í lífinu, kláraði það þegar ég var yngri. Nú vinn ég að hugðarefnum mínum, skipulegg jafnvel eina tónleika í viðbót, tímasetningin á þeim er ekki komin,“ segir Hörður sem atorkusamur á besta aldri.

ht

FJÖRUG ÞRENNA: Óli, Anna og Sigurborg.

Related Posts