Nikolaj Coster-Waldau meðal leikara:

Íslandsvinirnir og sprellikarlanir Casper Christensen og Frank Hvam hafa fengið Hollywood stjörnur til liðs við sig í næstu mynd sinni sem ber nafnið Klovn 2. Um framhaldsmynd af fyrstu mynd þeirra, Klovn, er að ræða en að þessu sinni gerist sagan í Bandaríkjunum.

Þau Isla Fisher og Nikolaj Coster-Waldau munu leika í myndinni sem og Adam Levine söngvari hljómsveitarinnar Maroon 5. Coster-Waldau þarf vart að kynna enda er hann ein helsta stjarna Game of Thrones þáttanna. Leikkonan Isla Fisher er hinsvegar eiginkona háðfuglsins Sascha Baron Cohen. Cohen er verulega hrifinn af húmor þeirra Caspers og Franks og hefur falið þeim að skrifa handritið að næstu mynd sinni The Lesbians.

GIFT: Sascga Baron Choen eiginmaður Isle Fisher er mjög hrifin af þeim Klovn bræðrum.

GIFT: Sascga Baron Choen eiginmaður Isle Fisher er mjög hrifin af þeim Klovn bræðrum.

Í blaðinu Variety kemur fram að þeir Casper og Frank hafi þegar selt heimsdreifingarréttinn að Klovn 2 og raunar einnig fyrri myndinni, sem gerð var árið 2010 til Protagonist Pictures.

STJARNA: Nikolaj Coster-Waldau er með hlutverk í myndinni.

STJARNA: Nikolaj Coster-Waldau er með hlutverk í myndinni.

Related Posts