Það er blómstrandi menningarlíf í Reykjanesbæ þessa dagana. Nemendur  fjölbrautaskólans stíga nú dans við listagyðjuna og framleiða stuttmynd sem er nefnd Hnísan. Verkefnið er árlegt og er ávallt mikill metnaður fyrir hendi. Pálmi Viðar Pétursson og félagar eru í óðaönn að ljúka við tökur og frágang þessa dagana en gert er ráð fyrir frumsýningu á myndinni í Sambíóinu í Keflavík í lok nóvember og eftir það fer myndin á YouTube þar sem allir geta barið hana augum.

Retro „Við erum í skólanefnd í nemendafélaginu og þessir þættir hafa verið gerðir frá árinu 2010. Við erum sjö saman og sjáum um allt sem viðkemur ferlinu, leikstýrum, leikum og sjáum um alla myndvinnslu og handrit. Svo verður frumsýning í Sambíóinu í Keflavík,“ segir Pálmi Viðar.

Það er heilmikil gróska í starfi nemendafélagsins og hópnum sem tekur þátt í verkefinu margt til lista lagt.

„Við höfum flest verið í skólaleikritum frá því að við vorum krakkar og höfum mikinn áhuga á leiklist. Við lítum til Fóstbræðra og höfum horft á alla þættina margoft. Nú erum við að henda í lag, Steindatýpulag. Það er mikil metnaður í hópnum, myndin okkar byrjar á því að það er kominn heimsendir og okkar karakterar þurfa að endurheimta Paradís. Þetta verður mögnuð skemmtun og mikil spenna. Við hvetjum alla til að mæta á frumsýninguna, við lofum góðri skemmtun,“ segir Pálmi Viðar sem mun án efa láta að sér kveða á leiklistarsviðinu í framtíðinni.

Myndir: Óli Magg.

SH1610143025-2

EKKERT BÖGG: Það er óráðlegt að trufla þennan við vinnu sína.

SH1610143025-1

ALGJÖR SPÚTNÍKVEISLA: Krakkarnir fengu búninga fyrir myndatökuna í versluninni Spútník. Það má glöggt sjá að smellubuxurnar vinsælu hafa gengið í endurnýjun lífdaga og fengið sinn sess í götutískunni.

SH1610143025-3

SVALUR, SVALARI, SVALASTUR: Hér er ekkert gefið eftir í kúlheitum. Svona eiga menn að vera.

SH1610143025-4

PARADÍS ENDURHEIMT: Pálmi Viðar tekur sig vel út í tísku níunda áratugarins.

Séð og Heyrt skellir sér í leikhús.

 

Related Posts