Gísli Petersen (56) veitingamaður:

Veitingastaðurinn Haninn í Skeifunni er orðinn einn vinsælasti staður höfuðborgarsvæðisins. Varla er stætt þarna inn í hádeginu fyrir glorhungruðum viðskiptavinum sem allir vilja komast í kjúklinginn á Hananum. Gísli Petersen er einn af eigendum Hanans en galdurinn á bak við vinsældir staðarins snýst ekki um auglýsingar.

Auglýsum ekki „Ég veiti nú aldrei viðtöl og við höfum heldur aldrei auglýst okkur. Við erum bara hljóðlátir og stílum inn á það að fólk mæti á staðinn og segi öðrum frá,“ segir Gísli.
Halda verðinu niðri
„Markaðssetning okkar er að fólk geti gengið að þessu vísu, við höldum verðinu niðri og þegar við auglýsum þá erum við að styrkja góðgerðarstarfsemi og íþróttafélög. Við styðjum nokkur íþróttafélög en samt er merkið okkar ekki neins staðar, við erum ekki með neinar auglýsingar eða neitt svoleiðis á einhverjum íþróttavöllum. Við styrkjum þá bara þannig að þeir koma í mat til okkar og fá sér að borða. Mörgum íþróttamönnum finnst gott að koma í eitthvað létt, eins og kjúkling og salat, að borða fyrir leik og þá gefum við þeim afslátt af því.“

Gott andrúmsloft

„Alveg frá því að við byrjuðum þá hafa engir fjölmiðlar komið til okkar, blöðin hafa verið að fara á marga aðra staði og það er fínt fyrir þá staði, við förum samt bara okkar leið og það hefur virkað vel. Sumir þurfa á öllum þessum auglýsingum að halda en við erum á einverri línu sem við erum ánægð með og ef maður truflar það þá gæti það raskað öllu,“ segir Gísli en hver er galdurinn á bak við vinsældir Hanans?
„Ég held að galdurinn á bak við velgengni staðarins sé einmitt þetta. Við erum svona „low-profile“ og einbeitum okkur bara að því að búa til góðan mat og gott andrúmsloft. Það virkar vel.“

 

GALDRASÓSAN Á HANANUM

Haninn er ekki bara þekktur fyrir góðan kjúkling því meðlætið þarf að vera í lagi og hjá Hananum er það „Lemon and Herb“-sósan sem allir vilja. Þessi ferska og bragðmikla sósa er algjört lostæti.

Lemon and Herb-sósan
1 hvítlauksrif
¼ teskeið af salti
½ bolli af ferskri steinselju
⅓ bolli af ferskum myntulaufum
1 og ½ teskeið af svörtum pipar
1 sítróna, kreist,
⅓ bolli af extra virgin ólífuolíu

Öllu blandað saman og maukað.

 

38. tbl. 2015, Gísli, Haninn, Séð & Heyrt, SH1509246459

GÍSLI: Slakur eftir hádegistörnina á Hananum.

Séð og Heyrt allan sólarhringinn!

Related Posts