Hermann Hreiðarsson (42) og Ragna Lóa  Stefánsdóttir (49) eru skilin:

Knattspyrnuparið Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, og Ragna Lóa Stefánsdóttir, sem lék með fjölmörgum félagsliðum á Íslandi og var jafnframt leikmaður kvennalandsliðsins í knattspyrnu, standa nú skilnaði. Samkvæmt heimildum blaðsins flutti Hermann út af heimilinu fyrir nokkru.

GAME OVER: Knattspyrnuhetjurnar Hermann Hreiðarsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir gáfu hjónabandinu rauða spjaldið og hafa flautað það af.

GAME OVER: Knattspyrnuhetjurnar Hermann Hreiðarsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir gáfu hjónabandinu rauða spjaldið og hafa flautað það af.

Leikslok Hermann Hreiðarsson tilkynnti leikmönnum Fylkis, en hann er þjálfari liðsins, að hann og Ragna Lóa stæðu í skilnaði. Án efa hefur einkalíf þjálfarans haft áhrif á gengi liðsins í sumar en það hefur ekki verið með besta móti. Eins og staðan er nú er Fylkir í ellefta sæti deildarinnar, einungis með fjórtán stig.

Hjónin eru bæði þekkt fyrir einstakt keppnisskap enda afreksfólk í íþróttum og hafa í gegnum árin verið áberandi í skemmtanalífinu. Þau vekja ávallt mikla eftirtekt í samkvæmum og ekki síst fyrir skrautlegan fatastíl. Hermann og Ragna eiga tvær dætur saman en fyrir átti Ragna tvö börn. Ragna Lóa og Hermann hafa verið saman frá árinu 1996, en Ragna var þá þrítug, hún verður fimmtug í september. Hermann Hreiðarsson er átta árum yngri en Ragna, hann og faðir hans reka Stracta hótel á Hellu. Hjónbandið hefur verið flautað af og nú spila þau bæði í einhleypu deildinni.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts