Hlaupaparið Kári Steinn Karlsson (29) og Aldís Arnardóttir (27):

Kári Steinn Karlsson og Aldís Arnardóttir eru flottasta hlaupapar landsins. Kára Stein þarf vart að kynna en hann tók þátt á Ólympíuleikunum árið 2012 og hljóp þar heilt maraþon með steinvölu í skónum. Saman fara þau út að hlaupa og njóta lífsins – í geggjuðu formi

SH-1421-13-04605 SH-1421-13-04605

ÁSTFANGIN: Kári Steinn og Aldís geisla af hamingju og eru yfir sig ástfangin.

 

Kári steinn Kári steinn

HÖRKUFORM: Kári og Aldís elska að hlaupa og eru svo sannarlega í góðu formi.

Ofreynsla „Ég hljóp maraþon í Þýskalandi núna í apríl en það gekk því miður ekki vel. Ég veit ekki alveg hvað það var, kannski einhver ofreynsla en svona er þetta stundum, maður á ekki alltaf sína daga,“ segir Kári Steinn spurður út í sitt síðasta maraþonhlaup.
„Ólympíulagmarkið er tvær klukkustundir og sautján mínútur en ég hljóp á tveimur tímum og 21 mínútu. Þótt þetta séu ekki nema þrjár til fjórar mínútur, og flestum finnist það nú ekki mikið, þá skiptir hver sekúnda máli. Ég hleyp best á 18,5 kílómetra hraða en er að reyna að koma mér upp í 18,8. Það mun bæta tíma minn um næstum þrjár mínútur í maraþonhlaupi og það er mikil bæting.“
„Núna er ég bara búinn að vera duglegur að æfa og mun svo sjá til hvort ég hlaupi maraþon í október. Það tekur langan tíma að koma sér í toppstand fyrir alvöruhlaup. Það tekur alveg svakalega mikinn toll af líkamanum að hlaupa svona langar vegalengdir á þessum hraða og því margt sem þarf að huga að. Ég hef tvö eða þrjú hlaup núna til að ná ólympíulágmarkinu og maður verður bara að sjá til hvernig þetta fer,“ segir Kári Steinn glaður í bragði.

Ómennskur hraði
„Ég hef hlaupið nokkur hálfmaraþon en hef ekki enn þá lagt í heilt maraþon. Ég er byrjuð að gæla við það að hlaupa maraþon en ekki alveg strax, ég þarf að taka styttri vegalengdir fyrst en það kemur að þessu.“ segir Aldís Arnardóttir, sambýliskona Kára.
„Við höfum mjög gaman af því að hlaupa saman og tökum oft daginn í það. Förum kannski út á land og hlaupum, það er æðislegt að hlaupa úti í íslenska sumrinu. Ég hleyp þó ekki með Kára þegar hann er að æfa. Hraðinn sem hann nær þegar hann hleypur er í raun ómannlegur og ég held ekki í við hann. Það kemur samt stundum fyrir að ég hjóli með honum.
Þetta hlaup hjá Kára í apríl gekk ekki alveg nógu vel hjá honum en það var slæmur dagur. Ég er sannfærð um að þetta muni ekki hafa nein áhrif á hann og hann kemur sterkur til baka.“ segir Aldís.

Reykjavíkurmaraþonið Reykjavíkurmaraþonið *** Local Caption *** viðburður viðburður

SIGURVEGARI: Kári Steinn hefur unnið ófáar hlaupakeppnirnar en hann er Íslandsmeistari í 5.000 og 10.000 metra hlaupi sem og í hálfu og heilu maraþoni.

 

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

Related Posts