Kolbrún Björnsdóttir (41) er með hjóladellu:

Frelsi Margir hjólahópar keppa þessa daganna í WOW- Cyclathon hjólreiðakeppninni. Hjólreiðakapparnir hafa lagt töluverða vinnu á sig við að komast í sitt besta form, enda er keppnin erfið og það marg borgar sig að vera í góðu formi. Alls eru hjólaðir 1358 kílómetrar, hringinn í kringum landið. Jafnframt keppninni safna sveitirnar áheitum fyrir góð málefni.  Fjölmiðlakonan Kolbrún Björnsdóttir er fremst í flokki hjólareiðahóps er nefna sig Kríurnar, en hópurinn er nefndur eftir samnnefndri hjólreiðaverslun þar sem Kolbrún starfar. Þessi fyrrum fjölmiðlastjarna hefur tekið ástfóstri við hjólreiðar og þeysist nú um landið með vinkonum sínum í æsispennandi keppni, en henni lýkur föstudaginn næstkomandi.

 

KRÍURNAR: Kolbrún ásamt ferskum og sterkum konum sem hjóla þessa daganna hringinn í kringum landið.

 

Related Posts