Pétur Þorsteinsson (60), prestur Óháða safnaðarins, mætti með rotvarnarefni á sýningu Húberts Nóa (54):

Orð dagsins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar orðheppna prestinn Pétur Þorsteinsson bar að garði þegar hann var að skoða verk Húberts Nóa á sýningu hans í Tveimur hröfnum listhúsi við Baldursgötu. „Ég kalla Hjálmar Holu-Hjalla því hann er svo ánægður með að hafa sem flestar holur á götum borgarinnar því þá komast bílar ekki um og menn verða að nota reiðhjól til að ferðast á milli staða,“ segir Pétur óðamála. „Ég var að spyrja hann út í Nesbrautina en Holu-Hjalli vissi ekki hvar hún er í borginni. Þetta er vegurinn þar sem Suðrlandsvegur og Vesturlandsvegur mætast og liggur alla leið vestur í Ánanaust en kallast oftast Hringbraut og Miklabraut. Mér fannst gott að geta uppfrætt Holu-Hjalla um þetta því menn verða að vita hvar þeir eiga heima.“

Kom af fjöllum

Segja má að áhugi Péturs á sýningunni hafi orðið til á fjöllum.
„Ég fór í sumar frá Snæfelli og Eyjabökkum í fimm daga gönguferð niður í Lónsöræfi. Þetta er allt stikað með GPS-staðarákvörðunarpunktum og því fannst mér hugmynd Húberts Nóa um að mála myndir út frá mælipunktum áhugaverð. Mig langaði til að hitta listamanninn og mér fannst ég fá dýpri skilning á ferð mína eftir að hafa séð verkin. Ég kom hjólandi á milli holnanna á staðinn með rotvarnarefni á höfðinu og þurfti að láta Holu-Hjalla kynna mig fyrir listamanninum. Holu-Hjalli er ekki með rotvarnarefni sjálfur því það kemur óorði á hjólreiðar að hans mati en ég vil vera með það á hausnum því ég datt um daginn og hefði kannski ekki getað rætt við Hjálmar ef ég hefði ekki verið með hjálm.“

Húbert Nói

AÐDÁENDUR: Hjónin Stefanía Birna Arnardóttir og Oddgeir Gylfason eru miklir aðdáendur Húberts Nóa sem þarna er með þeim í bláu úlpunni.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og heyrt!

Related Posts