Jeni Stepien er hamingjusöm brúður:

HIMINLIFANDI MEÐ STÓRA DAGINN

Fallegt Síðasta laugardag gekk Jeni Stepien að eiga unnusta sinn Paul Maenner og það var maður sem hún hafði aldrei hitt fyrir brúðkaupið sem gerði daginn sérlega eftirminnilegan fyrir hana.

Það er venjan að feður gangi með dætrum sínum upp að altarinu, en í tilviki Jeni var það ekki hægt. Faðir hennar Michael Stepien var myrtur fyrir tíu árum síðan af 16 ára þjófi. Stepien var líffæragjafi og Arthur Thomas sem búsettur er í New Jersey þáði hjarta hans.

Eftir að Jeni og unnusti hennar trúlofuðu sig í október á síðasta ári var það fyrsta hugsun hennar hver ætti að fylgja henni að altarinu.

Thomas hélt sambandi við fjölskyldu Stepien í gegnum árin með bréfaskiptum, en eftir að Jeni bað hann um að ganga með sér upp að altarinu hittust þau í fyrsta sinn.

„Ég er bara svo þakklát fyrir að pabbi gat verið með okkur í anda á stóra deginum okkar og hluti af honum líka. Þetta gerði daginn mjög eftirminnilegan,“ sagði hún í viðtali.

Nýgiftu hjónin voru þó ekki ein um að vera ánægð með daginn, Thomas fannst það einnig mikill heiður að fá að fylgja Jeni upp að altarinu.

„Ég get ekki ímyndað mér meiri heiður en þann að fá að fylgja dóttur mannsins sem gaf mér nýtt hjarta upp að altarinu.“

 

Nýtt Séð og Heyrt komið í verslanir.

Related Posts