Hljómsveitin Hjálmar tróðu upp á afmælishátíð Öryggismiðstöðvarinnar í gær.

Öryggismiðstöðin fagnaði tuttugu ára afmæli sínu og bauð starfsmönnum fyrirtækisins, og sjálfboðaliðum sem tóku þátt í Esjugöngunni með þeim, upp á veitingar og magnaða tónleika.

Óhætt er að segja að Hjálmar hafi verið nálægt því að rífa þakið af húsinu en frábær stemning var á tónleikunum og Hjálmar hafa sjaldan verið betri.

photo-hjalmar-band-iceland

HJÁLMAR

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts