Hér er frábært myndband eftir stjörnuljósmyndarann Björn Blöndal frá því í nóvember í fyrra – smellið á myndbandið!

Ragnar Kjartansson opnaði á fyrsta degi nóvember myndlistarsýningu í Skúrnum sem að þessu sinni stendur við heimili Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu.

Opnunargestir gátu fylgst með Ragnari mála vin sinn, Bjarna Bömmer, þar sem hann sat í Skúrnum og hlustaði ítrekað á lagið Take it Easy, með The Eagles, af hljómplötu. Hægt er að skoða þetta nýja verk og önnur í gegnum glugga Skúrsins út þennan mánuð.

Í myndbrotinu hér sést Hrafn Helgi leika á píanóið með glæsibrag.

 

Sjá meira um myndlistarsýninguna í næsta Séð & Heyrt.

Related Posts