Sjómaðurinn Jónas Garðarsson (59) mætti í bókaveislu hjá Mörtu Maríu (37), dóttur sinni:

 

Namminamm Jónas Garðarsson hitti kærasta dóttur sinnar, Mörtu Maríu, í fyrsta skipti þegar báðir fögnuðu útgáfu nýrrar matreiðslubókar Mörtu Maríu. Ingimundur, kærasti Mörtu Maríu, er vinsæll einkaþjálfari með áherslu á kraftlyftingar en hann og Marta María kynntust einmitt yfir lóðunum.

Marta Marta

SÆT SAMAN: Marta María með pabba sínum.

Hann er ósköp fallegur,“ segir Jónas og hlær þegar hann er spurður hvernig honum lítist á tengdasoninn tilvonandi. „Hann kom vel fyrir og ég veit ekki betur en þetta sé hinn vænsti drengur enda var ég bara að hitta hann í fyrsta sinn.“

Marta María og Ingimundur eru sannkallað hollustupar og Marta María leggur í bókinni mikið upp úr hollum réttum sem auðvelt er að reiða fram en meðal þess sem hún tilfærir á síðum bókarinnar eru grænn ofurskutludrykkur, kreppu-grænmetisréttur, súper-hafragrautur og bragðmikil töfrasúpa.

 

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt.

Related Posts