Eggert feldskeri (62) og Spottarnir í Norræna húsinu:

Uppselt var og vísa þurfti fólki frá á tónleikum Spottana í Norræna húsinu þar sem sveitin flutti lög og texta eftir Cornelis Vreeswijk.

Mikið skáld ,,Þetta gekk alveg frábærlega, alla vega var gamli útgefandi Vreeswijk ánægður en hann kom gagngert hingað til lands til að vera viðstaddur,” segir Eggert Jóhannsson feldskeri á Skólavörðustíg sem er gítarleikari Spottana og syngur með.

Eggert norræna husið

FJÖLSKYLDA: Eggert feldskeri, Anna Gunnlaug, dóttir hans, Harper kærasti hennar og svo listakonan Helga Björnsson sem lagði París að fótum sér hér áður fyrr.

Cornelis heitinn Vreeswijk þótti á sinni tíð eitt mesta söngvaskáld á Norðurlöndum og þótti merkilegt því hann var hollenskur. Sjálfur kom hann hingað til lands á meðan hann lifði og hélt tónleika og er sú heimsókn mörgum Íslendingum enn í fersku minni.

norræna husið

SÖNGVASKÁLIÐ: Cornelis Vreeswijk á sér aðdáendur víða um heim; Hollendingurinn sem var eitt mesta skáld Norðurlanda.

,,Wreeswijk las eina bók daglega og fór létt með. Þetta var alger snillingur og sjálfur var ég svo heppinn að hitta hann einu sinni á bar í Malmö í Svíþjóð sem hét Bulls Eye en þá var ég ungur maður og ekki enn farinn að kynna mér verk hans,” segir Eggert feldskeri sem er ástríðufullur gítarleikari í tómstundum en telur þó sjálfur að hann sé og verði alltaf betri feldskeri en gítarleikari.

Eggert norræna husið

GÓÐIR GESTIR: Sænsku sendiherrahjónin á Íslandi ásamt gamla útgefanda Wreesvijk, Silas Backström.

 

Eggert norræna husið

PALESTÍNUHJÓNIN: Sveinn Rúnar Hauksson læknir og eiginkona hans, Björk Vilhelmsdóttir, létu sig ekki vanta enda gamlir aðdáendur Vreeswijk.

 

ÿØÿà

ANNA: Anna Einarsdóttir, lengst af kennd við Mál og menningu, er fastagestur í Norræna húsinu og þá oftar en ekki í fylgd með bestu vinkonu sinni, Vigdísi Finnbogaddóttur, fyrrum forseta.

 

Eggert norræna husið

FLOTT: Það getur verið fallegt við Norræna húsið á kvöldin.

Séð og Heyrt út um allt!

Related Posts