Kiran Sheikh (22) bjargað sem barni:

ENDURNÝJAÐI KYNNIN VIÐ BJARGVÆTT SITT

Hamingjusamur Fyrir 22 árum var Kiran Sheikh bara tveggja klukkustunda gömul þegar Joe Campbell fann hana í símaklefa. Móðir hennar sem var að koma sér úr ofbeldisfullu sambandi yfirgaf hana og hringdi í barnaverndarsamtök, The Samaritans og lét þau vita hvar stúlkan væri. Áður en þau gátu brugðist við hafði Campbell sem þá var þrítugur fundið stúlkuna, en í fyrstu hélt hann að hún væri snakkpoki.

Hann sótti um að fá að ættleiða stúlkuna, en umsókn hans var hafnað þar sem hann var ekki giftur á þeim tíma. Campbell var hinsvegar í sambandi við hana þar til hún varð fimm ára, sendi henni gjafir og kort, en var beðinn um það af félagsmálayfirvöldum að hætta öllum slíkum samskiptum.

„Ég fékk að taka mynd af okkur saman og hef alltaf varðveitt hana,“ sagði hann í viðtali. Og þrátt fyrir að hafa síðan eignast fimm börn sjálfur, þá gleymdi hann Sheikh aldrei og sagði börnum sínum frá henni.

Sheikh er núna 22 ára og auglýsti að hún vildi komast aftur í samband við manninn sem bjargaði henni sem ungabarni. Eftir að vinnufélagi Campbell sýndi honum auglýsinguna setti hann sig í samband við hana og var himinlifandi yfir að geta hitt hana aftur.

„Hann segir að hver sem er hefði gert það sama í hans sporum, en svo er ekki. Það er einstakt að hafa endurnýjað kynnin. Hann er hetjan mín. Við höfum búið í næsta nágrenni við hvort annað lengi og það eru líkur á að við höfum hist á förnum vegi, ég trúi ekki að við höfum verið svona nálægt hvort öðru allan tímann,“ segir Sheikh.

Hún hefur nú hitt og kynnst konu og börnum Campbell. „Þetta er einn mesti gleðidagur í lífi mínu,“ segir hann. „Ég hætti aldrei að hugsa um hana. Núna á hún fjölskyldu, börnin mín vilja endilega kynnast henni. Ég er svo þakklátur fyrir að við séum sameinuð á ný.“

 

1122

1121 cover-reunion

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts