Leður og húðflúr í Súlnasal:

TÖFFARAR: Vel fór á með þeim Benna og Fjölni sem gefa ekkert eftir þegar húðflúr og töffaraskapur eru annars vegar.

TÖFFARAR:
Vel fór á með þeim Benna og Fjölni sem gefa ekkert eftir þegar húðflúr og töffaraskapur eru annars vegar.

Súlnasalur Hótel Sögu breyttist í risastóra, svartleðraða og sveitta húðflúrsstofu yfir helgina. Hiti, sviti og kynþokki lágu í loftinu á Icelandic Tattoo Expo og bert hold og blek komu í stað þess sem fólk tengir alla jafna við Súlnasalinn; grafinn lax og prúðbúið fólk á árshátíðum.

 

Töffarar Súlnasalur Hótel Sögu breyttist í risastóra, svartleðraða og sveitta húðflúrsstofu yfir helgina. Hiti, sviti og kynþokki lágu í loftinu á Icelandic Tattoo Expo og bert hold og blek komu í stað þess sem fólk tengir alla jafna við Súlnasalinn; grafinn lax og prúðbúið fólk á árshátíðum.

Myndlistamaðurinn og húðflúrsmeistarinn Fjölnir Geir Bragason var í fremstu víglínu á Sögu, enda aðalmaðurinn á bak við húðflúrsráðstefnuna Icelandic Tattoo Expo. Húðflúrarar komu saman í stórum hópi, sýndu list sína og skreyttu spennta gesti.

Þótt Fjölnir sjálfur sé orðinn vel blekaður fann hann auða bletti á líkama sínum og bætti á sig tveimur flúrum. Félagi hans, Benjamín Þór Þorgrímsson, ekki síður þekktur sem Benni Ólsari, mætti á staðinn á forláta mótorfák sem hann hefur eytt síðustu tíu árum í að láta gera upp fyrir sig. Óhætt er að segja að líkamsræktarþjálfarinn hafi smellpassað inn í magnað umhverfið og ófáir hausar snerust þegar hann renndi hjólinu upp að hótelinu.

VÍGALEGUR: Benni Ólsari vakti mikla athygli þegar hann lagði svakalegum „choppernum“ við Hótel Sögu.

VÍGALEGUR:
Benni Ólsari vakti mikla athygli þegar hann lagði svakalegum „choppernum“ við Hótel Sögu.

Related Posts