Johnny Depp (53) er fjölhæfur leikari:

HIN MÖRGU ANDLIT DEPP

Það hefur blásið nokkuð vel hjá hinum vinsæla leikara, framleiðanda og tónlistarmanni Johnny Depp þar sem af er árinu en skilnaður hans og seinni eiginkonu hans, Amber Heard, hefur tröllriðið miðlum vestanhafs þar sem hún hefur ásakað hann um ofbeldi í hjónabandinu en hann hana til baka um upplognar sakir.

Depp varð fyrst frægur 24 ára fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street. Hann hefur unnið til Golden Globe- og Screen Actors Guild-verðlauna fyrir hlutverk sín og verið tilnefndur þrisvar til Óskarsverðlauna. Hann er einstaklega fjölhæfur sem leikari og hefur í gegnum ferilinn valið fjölda óhefðbundinna hlutverka sem hann hefur nær undantekningarlaust skilað vel frá sér og bæði gagnrýnendur og kvikmyndaáhorfendur hafa lofað. Hann hefur bæði leikið í rándýrum Hollywood-metsölukvikmyndum og í indie-kvikmyndum. En nafn Depp er ákveðinn gæðastimpill á myndinni og í dag er hann einn af þeim stærstu í bransanum. Við lítum hér yfir nokkrar kvikmyndir Depp.

NIGHTMARE ON ELM STREET (1984)
Depp lék kærasta aðalpersónunnar og þrátt fyrir að vera fjallmyndarlegur í hlutverki sínu voru örlög hans þau að eiga ekki afturkvæmt í framhaldsmyndirnar. IMDB: 7,5.

tumblr_metuw2bKNf1qa1iiqo1_1280

CRY-BABY (1990)
Depp leikur hinn uppreisnargjarna Cry-Baby í þessari rómantísku söngvamynd sem fjallar um tvær unglingaklíkur og hvað gerist þegar meðlimir þeirra fella hugi saman. IMDB: 6,5.

3d9b0788b3eabe4b2fe2bb1143319448

EDWARD SCISSORHANDS (1990)
Depp er gjörsamlega brilljant í hlutverki sínu sem Edward, sköpunarverk uppfinningamanns, en sá deyr áður en hann nær að klára hendur Edvards sem er með skæri í staðinn fyrir hendur. Fjölskylda skýtur skjólhúsi yfir hann og Edward verður ástfanginn af táningsheimasætunni. IMDB: 7,9.

edwardscissorhands-1342103064-300x250

WHAT´S EATING GILBERT GRAPE (1993)
Depp leikur, í uppáhaldsmynd mjög margra, ungan mann sem vinnur í kjörbúð á daginn og hugsar um móður sína sem er offitusjúklingur og einhverfan yngri bróður sinn samhliða. Þess má geta að annar ungur leikari, Leonardo DiCaprio, leikur yngri bróðurinn og báðir hefðu átt skilið Óskar fyrir hlutverk sín. IMDB: 7,8.

Gilbert-Grape

ED WOOD (1994)
Depp leikur einn frægasta B-mynda leikstjóra sögunnar Ed Wood. Ein af mörgum myndum þar sem Depp hefur brugðið sér í hlutverk þekktra manna og hér er fjallað um tímabilið þar sem Wood tók upp margar af sínum þekktustu myndum. IMDB: 7,9.

ed-wood-johnny-depp

FEAR AND LOATHING IN LAS VEGAS (1998)
Depp leikur hér rithöfundinn Hunter S. Thompson sem bregður sér í „roaptrip“ um Bandaríkin með dyggri aðstoð vinar sína, eiturlyfja og áfengis. IMDB: 7,7.

johnny-depp-fear-loathing-in-las-vegas-2

CHOCOLAT (2000)
Depp leikur sígauna sem kynnist einstæðri móður í nálægu þorpi sem vinnur sem konfektgerðarkona. Vináttan þróast í ást en þá er ekki öll sagan sögð. Mynd sem er konfekt fyrir auga og sál. IMDB: 7,3.

e9b5b372d795859f7711474dc77311aa

 

PIRATES OF THE CARIBBEAN (2003 – 2011)
Depp sló gjörsamlega í gegn sem blindfulli bráðskemmtilegi sjóræninginn Jack Sparrow í fyrstu myndinni um sjóræningjana árið 2003, myndirnar eru orðnar fjórar og sú fimmta í pípunum. Depp fékk Óskarstilefningu fyrir hlutverk sitt í þeirri fyrstu. IMDB: 8,1-7,3-7,1-6,7.

pirates-caribbean-5-filming-australia

FINDING NEVERLAND (2004)
Depp leikur rithöfundinn J.M.Barrie og fjallar myndin um hvernig hann fékk hugmyndina að sögunni um Pétur Pan og Hvergiland. En Barrie kynnist fjórum bræðrum og ekkjunni móðir þeirra og myndar náið samband við drengina. IMDB 7,8.

wbdepp_narrowweb__200x270

21 JUMP STREET (2012)
Depp leikur hér aukahlutverk í kvikmynd byggðri á þáttunum sem gerðu hann frægan 25 árum áður. Ekki hans besta frammistaða eða eftirminnilegasta hlutverk en Depp hefur líklega fundist gaman að tengja við gamlar minningar. IMDB: 7,2.

maxresdefault

BLACK MASS (2015)
Depp leikur mafíósann Whitey Bulger í þessari sannsögulegu mynd. Bulger sem er einn miskunnarlausasti og valdamesti glæpamaðurinn í sögu Bostonborgar stjórnaði á áttunda áratugnum skipulagðri glæpastarfsemi í borginni en atvik haga því þannig til að hann gerist uppljóstrari fyrir FBI. IMDB: 7,0.

black-mass-trailer-johnny-depp

Séð og Heyrt horfir á bíómyndir. 

Related Posts