Í byrjun ágúst er átt von á nútímaútfærslu á myndasögunum um eitt vinsælasta ofurhetjuteymi Marvel, Fantastic Four. Hér má sjá úr henni fyrstu stikluna, með íslenskum texta.

Myndin skartar þeim Miles Teller (Whiplash), Kate Mara (House of Cards), Michael B. Jordan (That Awkward Moment) og Jamie Bell (Billy Elliot) og hverfist um fjögur ungmenni sem eru hvert á sinn hátt utangátta í samfélaginu. Þau eru send í annan heim sem er vægast sagt stórhættulegur og hefur ferðalagið hryllileg áhrif á líkama þeirra.

Líf þeirra breytist óhjákvæmilega í kjölfarið og ungmennin neyðast til að færa sér í nyt hina nýju krafta sem breytt líkamsgerð hefur í för með sér og vinna saman að því að bjarga Jörðinni frá stórhættulegum óvini.

Related Posts