Margrét Hrafnsdóttir (46) vinnur fyrir Hillary Clinton:

Kvikmyndaframleiðandinn Margrét Hrafnsdóttir stendur í ströngu þessa dagana. Hún er ein af þeim fjölmörgu sem eru í teymi Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum, og hjálpar til við kosningabaráttuna.

Hillary

GLÆSILEGAR SAMAN: Margrét og Hillary eru svo sannarlega glæsilegar saman og reyna allt sem þær geta til að Hillary verði næsti forseti Bandaríkjanna.

Hillary „Ég studdi Hillary í framboði hennar 2008 og ætli ég hafi bara ekki verið jafnþrjósk og hún og beðið þar til nú að hún gat boðið sig fram aftur sem hún gerði. Þá tók ég ákvörðun að vera með henni allan tímann og vinna við kosningabaráttu hennar,“ segir Margrét þegar hún er spurð að því hvernig það hafi komið til að hún vinni í þessu verkefni.

Mörg verkefni
Það er margt sem þarf að huga að í kosningabaráttu og þá sérstaklega þegar um er að ræða forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna. Margrét sér um hin ýmsu verk fyrir Hillary.

„Kosningabarátta er ansi fjölbreytt fyrirbrigði. Mín verkefni hafa verið allt frá því að skipuleggja úthringingar, sækja sjálfboðaliða, vera í fjáröflun, sem ég hef verið mest í, og að sækja gott fólk, leikara, tónlistarmenn og svo framvegis til að styðja við baráttu hennar og koma fram á viðburðum eða í fjölmiðlum fyrir hennar hönd,“ segir Margrét sem er ekki að taka þátt í sinni fyrstu kosningabaráttu.

„Ég tók af fullum þunga þátt í kosningabaráttunni í Palm Springs á síðasta ári og þar unnu vinir mínir stórsigur í borgarstjórnarkosningunum og svo hef ég einnig tekið þátt á Íslandi,“ segir Margrét og bætir við að það sé margt mjög líkt með kosningabaráttu á Íslandi og í Bandaríkjunum.

„Það er margt mjög líkt en það má segja að það sem er ólíkt er að það eru engin opinber fjárframlög til flokka eða frambjóðenda í Bandaríkjunum eins og á Íslandi og því fer gríðarlega mikill tími hér í fjáröflun.“

GÓÐ SAMAN: Fyrsti fjáröflunarfundur Hillary í LA við upphaf kosningabaráttu hennar. Hér er hún með vinum sínum Sim Farar, sem er mikill Íslandsvinur, og þingkonunni Barböru Boxer.

GÓÐ SAMAN: Fyrsti fjáröflunarfundur Hillary í LA við upphaf kosningabaráttu hennar. Hér er hún með vinum sínum Sim Farar, sem er mikill Íslandsvinur, og þingkonunni Barböru Boxer.

Ólýsanlegt álag
Það segir sig sjálft að það er mikið álag á frambjóðendunum Hillary Clinton og Donald Trump.

„Það er ólýsanlegt álag á frambjóðendunum. Frambjóðendur ferðast miklar vegalengdir á milli borga og fylkja og oft á ólíkum tímabeltum og þurfa stöðugt að koma fram með öllum þessum ferðalögum. Þetta er nánast ómanneskjulegt álag,“ segir Margrét en hver dagur Hillary er þaulskipulagður.

„Okkar teymi samanstendur af gríðarlega stórum hópi og Hillary og Bill eru vinamörg. Eigum við ekki bara að segja að dagskrá hennar sé þannig að hver mínúta sé skipulögð alla daga í gegnum allt ferlið, sem er mjög langt. Hún er samt að sjálfsögðu með gott fólk sem aðstoðar hana.

HILLARY ÚT UM ALLT: Hér er verið að taka til eftir „rally“. Það þarf alltaf að ganga vel um og taka til eftir alla viðburði.

HILLARY ÚT UM ALLT: Hér er verið að taka til eftir „rally“. Það þarf alltaf að ganga vel um og taka til eftir alla viðburði.

Yndisleg
Almenningur fær ekki að sjá allar hliðar á frambjóðendunum og það er margsannað að það er ekki hægt að dæma manneskju út frá því einu að sjá hana í sjónvarpinu. Margrét segir Hillary vera einstaklega hlýja og góða manneskju.

„Hillary er yndisleg. Hún er hlý og elskuleg og alltaf að hugsa um það hvernig aðrir hafa það og hvernig þeim líður. Hún er einstök og á eftir að verða mögnuð og frábær sem forseti,“ segir Margrét og telur líkurnar á því að Hillary verði forseti nokkuð miklar.

„Í þessum töluðu orðum eru líkurnar á því að hún verði forseti mjög miklar en það þarf að halda vel á spöðunum. Hún er sá leiðtogi sem heimurinn þarf á að halda núna.“

Hillary

ALLT Á FULLT: Margrét og Linda hjálpuðu til í Nevada.

*** Local Caption *** sogh eirÌkur,20 ·ra afmÊli stˆ?var 2 · kjarvalsstˆ?um sogh eirÌkur,20 ·ra afmÊli stˆ?var 2 · kjarvalsstˆ?um *** Local Caption *** sogh eiríkur,20 ára afmæli stöðvar 2 á kjarvalsstöðum sogh eiríkur,20 ára afmæli stöðvar 2 á kjarvalsstöðum

FLOTT HJÓN SEM STYÐJA HILLARY: Margrét Hrafnsdóttir er gift Herbalife-kónginum Jóni Óttari Ragnarssyni. Þau eru svo sannarlega glæsileg hjón og styðja Hillary Clinton.

Hillary

FJÖLSKYLDAN SAMAN: Bill og Hillary Clinton ásamt dóttur sinni, Chelsea Clinton, stigu saman upp á svið og héldu sigurræðu eftir kjörfund í Nevada.

Séð og Heyrt kýs alltaf í kosningum.

 

 

Related Posts