Brandarar vikunnar, gerið svo vel:

 

Sp: Hvað segja broddgeltir eftir að þeir kyssast?

Sv: Áts!

463-prickly-chair

Það er sjöundi leikur í úrslitum NBA-deildarinnar og einn aðdáandi gengur í átt að sæti sínu. Hann sest niður og tekur eftir því að sætið við hliðina á honum er autt. Hann spyr manninn sem situr við hliðina á auða sætinu hvort einhver sitji þar. Maðurinn svarar: „Nei, það er enginn þar.“ Fyrri maðurinn er mjög undrandi og segir: „Ha?!? Hver með réttu ráði á sæti á besta stað í úrslitaleiknum og mætir ekki?“ Seinni maðurinn svarar: „Sko, ég á sætið en eiginkona mín sat þarna alltaf. Hún er nýlátin og þetta er fyrsti NBA-leikurinn sem við förum ekki saman á.“ Fyrri maðurinn segir: „Ég samhryggist innilega en var enginn annar sem gat komið? Enginn vinur eða ættingi sem hefði getað fengið sætið?“

„Nei,“ segir seinni maðurinn. „Þau eru öll í jarðarförinni.“

Basketball

„Pabbi, ég vil ekki fara í skólann í dag.“

„Af hverju ekki?“ segir faðirinn.

„Sko, einn af kjúklingunum á skólalóðinni dó í síðustu viku og daginn eftir fengum við kjúkling í matinn. Svo dó eitt svínið fyrir þremur dögum og daginn eftir það var svínakjöt í matinn.“

„En af hverju viltu ekki fara í skólann í dag?“ spyr faðirinn.

„Af því að enskukennarinn okkar dó í gær!“

principal-clipart-simp025

 

 

Strákurinn: „Skólastjórinn okkar er algjört fífl!“

Stelpan: „Veistu hver ég er?“

Strákurinn: „Nei.“

Stelpan: „Ég er dóttir skólastjórans.“
Strákurinn: „Veistu hver ég er?“

Stelpan: „Nei.“

Strákurinn: „Guði sé lof!“

 

 

Jónas: „Myndirðu refsa mér fyrir eitthvað sem ég gerði ekki?“

Kennarinn: „Nei, auðvitað ekki!“

Jónas: „Gott, því ég lærði nefnilega ekki heima.“

 

 

Móðir kallar á son sinn: „Guðjón!! Vaknaðu, þú ert orðinn of seinn í skólann!“ Sonurinn svarar: „Mamma, ég vil ekki fara í skólann! Kennararnir og nemendurnir hata mig! Gefðu mér eina ástæðu fyrir því að ég ætti að fara.“ Móðirin: „Þú ættir að fara, Guðjón, því þú ert skólastjórinn!“

female_horse_by_jbinks-d3094w4

Maður er að lesa dagblaðið sitt þegar eiginkona hans kemur aftan að honum og slær hann í hausinn. Hann spyr hvers vegna hún hafi verið að þessu og hún segir: „Ég fann miða í vasanum þínum og það stendur Guðrún á honum!“ „Elskan mín, ég fór í hestaferð um daginn, manstu? Hesturinn sem ég var á heitir Guðrún.“ Eiginkonan fer í fússi. Þremur dögum seinna er maðurinn aftur að lesa blaðið og konan kemur aftan að honum og slær hann aftur. Hann spyr: „Af hverju varstu að þessu?“ Konan svarar: „Hesturinn þinn hringdi!“

genie

 

Garðbæingur, Reykvíkingur og Hafnfirðingur eru fastir á eyðieyju og finna töfralampa. Andinn kemur út úr lampanum og segist ætla að gefa þeim öllum eina ósk. Garðbæingurinn óskar þess að komast af eyjunni og aftur heim. Reykvíkingurinn óskar þess sama og þeir hverfa á skotstundu og eru komnir heim til sín með það sama. Hafnfirðingurinn segir þá: „Ég er svo einmana, ég vildi óska þess að vinir mínir væru hérna.“

 

 

Maður fór til lögfræðings síns og segir við hann að nágranni sinn skuldi sér 50.000 krónur en vilji ekki borga. Lögfræðingurinn spyr: „Ertu með einhverja sönnun fyrir því að hann skuldi þér?“ „Nei,“ segir maðurinn.

„Allt í lagi þá, sendu manninum bréf og biddu hann um að borga þér þessar 100.000 krónur sem hann skuldar þér,“ segir lögfæðingurinn.“ „En hann skuldar mér bara 50.000 krónur,“ segir maðurinn.

„Einmitt,“ segir lögfræðingurinn. „Það er einmitt það sem hann mun segja þér og þá ertu með sönnun.“

 

Kennarinn: „Siggi, ef þú ættir 500-kall og myndir biðja pabba þinn um 300 krónur í viðbót hvað ættirðu þá mikinn pening?“

Siggi: „Ég ætti 500 krónur.“

Kennarinn: „Þú þekkir ekki plús í stærðfræði nógu vel!“

Siggi: „Þú þekkir ekki pabba nógu vel!“

policeman2

 

 

Lögreglumaður stöðvaði ljósku fyrir of hraðan akstur og bað hana um ökuskírteinið. „Þið löggur þurfið nú að fara að taka ykkur saman í andlitinu!“ sagði ljóskan. „Í gær tókuð þið ökuskírteinið mitt af mér og núna ætlist þið til þess að ég geti sýnt ykkur það!“

 

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

Related Posts