Íslendingar fylgjast spenntir með sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð og sýnist sitt hverjum. Þarna eru íslenskir kvikmyndagerðarmenn að vinna eftir skandinavískri formúlu sem farið hefur sigurför um heiminn. Hér er glæpur framinn í íslensku umhverfi og það er eins og gagnrýnendur kunni ekki að meta það. Kaffistofurnar loga af vandlætingu en samt fylgjast allir með.

Norðmenn hafa gert sína útgáfu af Ófærð sem heitir Occupied, eða Okkupert á norsku, þar sem öllu er tjaldað til líkt og í Ófærð; dýrasta sjónvarpsframleiðsla Norðmanna til þessa, saga úr smiðju rithöfundarins Jo Nesbö sem sannað hefur sig sem einn allra besti spennusagnahöfundur heims og er Íslendingum að góðu kunnur. Jo Nesbö er einnig einn af framleiðendum þáttanna og virðist vera með puttana í öllu.

Occupied fjallar um umhverfisvænan forsætisráðherra í Noregi sem gerir að kosningamáli að skrúfa fyrir olíuvinnsluna í landinu og snúa grænu hliðinni upp en það gengur ekki þrautalaust fyrir sig. Risanum í austri, Rússunum, mislíkar mjög og hreinlega hernemur stjórnsýsluna með lymskubrögðum alls konar sem unun er að fylgjast með.

Ófærð stenst ekki á nokkurn hátt samanburð við Occupied og þeir sem efast ættu einfaldlega að fá sér Netflix og horfa á seríuna alla í einum rykk.

Reyndar er stóru, íslensku sjónvarpsstöðvunum vorkunn að þurfa að keppa við efnisveitur eins og Netflix þar sem þær eiga aldrei séns og getur sú samkeppni ekki endað nema með ósköpum.

En Ófærð á eftir að fara á Netflix og hressist kannski þar í nýjum áhorfendahóp sem kann að meta Siglufjörð og Seyðisfjörð sem vettvang alvöruglæpa. Þá fjarar tuðið á kaffistofum landsmanna út og nýtt tekur við.

Gleymun því ekki að Ófærð hefur gert líf landsmanna skemmtilegra nú í skammdeginu eins og Séð og

eir’kur j—nsson

Heyrt hefur gert um árbil; sumar, vetur, vor og haust. Leyfum Ófærð að njóta þess.

Eiríkur Jónsson

Related Posts