Hera Hilmarsdóttir (26) á fljúgandi ferð:

 

Hera Hilmarsdóttir leikkona hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2015. Árlega velja European Film Promotion (EFP) samtökin 10 unga og efnilega leikara og leikkonur úr hópi aðildarlanda samtakanna, sem vakið hafa sérstaka athygli og kynnir þá sérstaklega á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Hvert ár er hópurinn kynntur með pompi og prakt á hátíðinni, sem fer fram frá 5. – 15. febrúar. Meðlimir EFP samtakanna innihalda 36 kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 35 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands aðili að samtökunum.

hera 2

UNG OG GÓÐ: Þó Hera sé ekki nema rétt 26 ára er hún að leggja alþjóðlegan kvikmyndaheim að fótum sér.

Dómnefnd sagði um valið á Heru: „Valið á Heru var auðvelt þar sem hún hefur sýnt fram á að hún er jafn hæfileikarík og fær um að túlka tilfinningar á bæði ensku og íslensku, þar sem hún leikur t.a.m. sögulegar persónur og nútímapersónur með jafn áreynslulausum hætti. Þrátt fyrir tímalausa englaásjónu sína kemur fjölhæfni hennar á óvart – það bærist sannarlega eldmóður innra með henni.“

Hera hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í Vonarstræti, framlagi Íslands til Óskarsverðlaunanna árið 2015, og hefur t.a.m. hlotið hlotið sérstök dómnefndarverðlaun á kvimyndahátíðinni í Zürich fyrir leik sinn í myndinni.

Hera hefur þrátt fyrir ungan aldur gífurlega reynslu á sviði leiklistar bæði hér á landi og í Englandi og lék t.a.m. aðalhlutverk í Veðramótum eftir Guðnýju Halldórsdóttur og síðar í stórmyndinni Anna Karenina og hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Da Vinci‘s Demons, þar sem hún fer með stórt hlutverk. Nýjasta kvikmyndin sem Hera leikur í er Get Santa, gamanmynd sem skartar m.a. Jim Broadbent og Warwick Davis í aðalhlutverkum.

Related Posts