Feðgin taka skemmtilegar myndir:

MIKIÐ HUGMYNDAFLUG

Alltaf gaman með pabba! Dave Engledow er bandarískur ljósmyndari sem sumir kalla skemmtilegasta pabba í heimi. Þegar dóttir hans fæddist fékk hann þá hugmynd að búa til myndaalbúm sem væri ólíkt því sem gengur og gerist. Með húmorinn að leiðarljósi leikur hann ýmis þekkt hlutverk fyrir myndavélina ásamt dóttur sinni Alice Bee.

Myndirnar hafa slegið í gegn og pabbinn segir þá litlu hafa endalaust gaman að þessum uppátækjum. Það er mikið lagt í myndirnar og hér að neðan má sjá brot af því besta sem þessi skemmtilegu feðgin hafa látið sér detta í hug.

Glöggir geta séð að bollinn með áletruninni Heimsins besti pabbi er með á öllum myndunum.

Séð og heyrt er fullt af skemmtilegum ljósmyndum! 

Related Posts