Sást hvergi á 75 ára afmæli eiginkonu sinnar:

Miklar vangaveltur hafa verið í dönskum fjölmiðlum um heilsufar Henrik prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Það sást til prinsins yfirgefa ríkisspítalann (Rigshospitalet) í Kaupmannahöfn s.l. fimmtudag. Engar upplýsingar fást frá dönsku konungsfjölskyldunni um hvað ami að hinum áttræða prinsi.

Margrét Þórhildur átti 75 ára stórafmæli í fyrri viku og var mikið um dýrðir og hátíðahöld í kringum það. Prins Henrik lét þó hvergi sjá sig alla vikuna en sagt var að hann væri með flensu. Heilsa Henriks var þó ekki verri en það að strax að loknum hátíðahöldunum flaug hann til Vínar og dvaldi þar um síðustu helgi.

Það eina sem talsmaður konungsfjölskyldunnar hefur sagt um heimsókn Henriks á spítalann er að hann hafi farið í “nokkrar rannsóknir” þar.

Related Posts