Anna Sigríður (36), Bjarnlaug Ósk (32) og Dagný Rut (36) eru hressar:

Vinkonurnar Anna Sigga, Bjarnlaug Ósk og Dagný Rut eru allar ólíkar en þær eiga allavega eitt sameiginlegt því þegar halloween, eða hrekkjavakan, skellur á klæða þær sig upp sig í gervi og farða sig. En hvaðan skyldi þessi áhugi koma.

Búúúú  „Mér hefur bara alltaf fundist þetta búningadæmi skemmtilegt,“ segir Bjarnlaug. „Er maður ekki bara pínulítið athyglissjúkur?“ segir Dagný og hlær. „Það er gott að taka grímuna niður einu sinni á ári,“ segir Anna Sigga. Þær viðurkenna þó að hafa ekki alltaf verið með, Anna Sigga og Dagný hafa verið með síðan 2008. „Við sáum hrekkjavökuball auglýst hér heima og sögðum bara úhhh! við verðum að vera með,“ segir Dagný. „Ég hef ekki alltaf verið með á hrekkjavöku,“ segir Bjarnlaug. „Ég var með hrekkjavökuþema á bæði tvítugs og tuttugu og fimm ára afmælinu mínu,“ segir Bjarnlaug en hún á einmitt afmæli í lok október, rétt fyrir hrekkjavöku.

2

image5

HAFA ÞURFT AÐ DEILA: Stelpurnar hafa yfirleitt alltaf unnið til verðlauna á hrekkjavökuballinu í Salthúsinu og tvisvar hefur komið fyrir að ekki hefur verið hægt að velja á milli Önnu Siggu og Dagnýjar og þær því skipt verðlaununum á milli sín.

Bestu hugmyndirnar fæðast síðast
Þær sjá yfirleitt um gervin og förðunina sjálfar en hafa stundum leitað aðstoðar annarra. Þegar Bjarnlaug var hin bláa Heidi Klum fór hún í förðun annað og Halla systir hennar sá um að aðstoða hana með búninginn en annars hefur hún alltaf séð um þetta sjálf. Anna Sigga hefur nokkrum sinnum verið með latexgervi framan í sér og því farið annað í förðun. „Í hittifyrra þegar ég var hjúkkan þá var ég klukkutíma að græja mig, leit svo í spegill og hugsaði: Þetta er ekkert „skerí“, þreif allt framan úr mér og gerði upp á nýtt,“ segir Dagný Rut. Í það skipti var hún hjúkkan með vafningana. „Ég hef verið svona hámark tvo tíma,“ segir Anna Sigga. Þar sem þær velja oftast að vera ljótar og skerí, þá þarf kannski að vanda sig minna. „Já, eins og þegar ég var „hillbillíinn“ þá bara tróð ég skegginu einhvern veginn framan í mig,“ segir Bjarnlaug Ósk.

En skyldu þær ákveða gervi og búninga með löngum fyrirvara? „Ég geri það yfirleitt á síðustu stundu, ég er svo óskipulögð,“ segir Bjarnlaug og hlær. „Ég fæ yfirleitt alltaf bestu hugmyndirnar á síðustu stundu og er þá að sauma fram á síðustu stundu eins og í fyrra þegar ég var jólasveininn,“ segir Dagný. „En mér fannst það ekki fallegt gervi, sem sagt fallega ljótt.“ „Ég er mjög tímanlega í ár, ég er búin að kaupa allt,“ segir Anna Sigga.

Bjarnlaug er hálfnuð á meðgöngu með sitt þriðja barn og er því ekki búin að ákveða hvort hún verður með í ár eða hvað hún verður. „Það verður eitthvað ef það verður eitthvað, veit ekki hvort ég nenni í ár.“

fb_img_1476633108264_resized

ALLAR TOGANDI Í NEFIÐ: Anna Sigga hefur oftast farðað sig og gert gervin sjálf. Þegar hún var nornin voru allir togandi í nefið og var það alveg við það að losna í lok kvölds.

screenshot_2016-10-17-23-58-59_resized

HEFUR ALLTAF UNNIÐ VERÐLAUN: Dagný Rut hefur alltaf unnið verðlaun fyrir sín gervi.

image6

 

Sumir fjölskyldumeðlimir hafa sama áhuga
En skyldu fjölskyldur þeirra líka vera jafnhelteknar? „Já, dóttir mín, 11 ára, er líka með smá svona „fetish“ og systir mín og bróðir,“ segir Bjarnlaug. „Yngstu systur minni, Ólöfu, finnst þetta gaman og karlinn minn tekur þátt, þó að hann sé ekki „all-in“ eins og ég,“ segir Anna Sigga. „Honum fannst skemmtilegast þegar hann var með grímu og enginn sá framan í hann og ég bara „pfiff“ það er ekkert gaman,“ segir Anna Sigga og hlær.

image2

EINA SEM MÆTTI Í BÚNING Á ÁRSHÁTÍÐ: Bjarnlaug vinnur hjá Bláa lóninu og á árshátíðinni 2011 var Hollywood-þema. Bjarnlaug tók það að sjálfsögðu alla leið og mætti sem Heidi Klum í búningi. Að sjálfsögðu vann hún fyrstu verðlaun.

image3

Af hverju eruð þið yfirleitt ógeðslegar?
„Hrekkjavakan er í raun bara ógeðsleg, uppvakningar, blóð og svo framvegis,“ segir Anna Sigga. Dagný samsinnir því: „Maður getur bara verið sætur á öskudaginn.“ „En mér finnst aðallega gaman að vera ljóti karlinn af því að það er öðruvísi og gaman að fá aðra til að hlæja og sérstaklega gaman ef fólk þekkir mann ekki, eins og þegar ég var hillbillíinn,“ segir Bjarnlaug.

„Mér fannst Villi æðislegur til dæmis þegar hann mætti sem Láki,“ segir Anna Sigga. Þá mætti einn af sjómannssonum Grindavíkur, Vilhjálmur Lárusson sjókokkur, sem Þorlákur, eigandi og kokkur veitingastaðarins Salthússins, í kokkabúningi og ófarðaður. Ljóst er því að ekki þarf að hafa mikið fyrir búningnum til að slá í gegn.

„Ég gleymi aldrei þegar við vorum að keyra heim frá Kötu, sem sá um að farða okkur þá og býr í Vogum, og við þurftum að hitta mág minn á Stapanum,“ segir Dagný. „Við vorum báðar í gervi, með brunasár um andlitið og stóðum upp á Stapa og bílar að keyra fram hjá.“

fb_img_1476633174617_resized

screenshot_2016-10-17-23-57-10_resized screenshot_2016-10-17-23-56-27_resized image4

Hrekkjavakan er ómissandi partur af árinu
„Þetta eru jólin mín, ég er halloween-barn, ekki jólabarn,“ segir Anna Sigga. „Mér finnst þetta alltaf skemmtilegt,“ segir Bjarnlaug. Þær hrista allar hausinn og furða sig á þeim sem bjóða til annarra viðburða á þessum tíma. „Hver heldur brúðkaup á hrekkjavökunni?“ segir Dagný. „Í ár er vinnan mín með árshátíð,“ segir Anna Sigga. Anna Sigga og Dagný mæta síðan alltaf í árlegt halloween-partí hjá Berglindi, vinkonu þeirra, sem snýr húsinu á hvolf og skreytir í anda hrekkjavökunnar. Þangað mæta síðan flestir í búningi og skemmta sér konunglega við að giska á hver sé á bak við gervið.

fb_img_1476632916550_resized

fb_img_1476632830629_resized

 

1

SKEMMTILEGAST AÐ HITTA HVER AÐRA:„Mér finnst alltaf skemmtilegast að hitta ykkur hinar á þessum degi, einhverjar sem hafa áhuga á þessu,“ segir Bjarnlaug. „Mér finnst gaman að sjá hvað þetta hefur aukist síðan 2008, þegar við vorum eiginlega einar í þessu,“ segir Dagný.

5 4

Séð og Heyrt ætlar í búning á hrekkjavöku.

Related Posts