Dolly Parton (70) á meðal góðra félaga:

KÁNTRÍLISTAMENN ÞÁ, NÚ OG AÐ EILÍFU

Töff Í tilefni af 50 ára afmæli CMA kántrítónlistarverðlaunanna, en hátíðin verður haldin 2. nóvember næstkomandi, tóku helstu kántrístjörnur Bandaríkjanna sig saman og tóku upp nýtt lag. Lag sem stefnir beint í fyrsta sæti kántrí Billboardlistans.

Lagið heitir Forever Country og í því er þremur þekktum kántrísmellum blandað saman: lagi John Denver Take Me Home, Country Roads, lagi Willie Nelson On the Road Again og lagi Dolly Parton I Will Always Love You. Denver lést 1997 en hin tvö syngja í laginu ásamt 28 öðrum verðlaunahöfum CMA verðlaunananna.

Leikstjóri myndbandsins við lagið Jeffrey Kahn sem áður hefur meðal annars leikstýrt myndbandinu við lag Taylor Swift Bad Blood, vildi að myndbandið myndi byrja heima í Nashville, taka okkur í ferðalag um heiminn og enda síðan aftur í Nashville.

Séð og Heyrt elskar kántrí.

Related Posts