Óskar Sigurhansson (24) ætlar sér stóra hluti:

Óskar Sigurhansson er forfallinn áhugamaður um jójó og fer hvergi nema að vera með jójó meðferðis. Hann ætlar sér svo sannarlega að koma Íslandi á kortið í jójóheiminum því á þessu ári verður heimsmeistaramótið í jójó haldið í Hörpu.

08. tbl. 2016, Harpa, Jójó, Óskar Sigurhansson, Palli, SH1602253794

GÓÐIR: Palli jójó og Óskar halda uppi heiðri jójómenningarinnar á Íslandi.

Jójó „Fyrir nákvæmlega ári síðan, á Evrópumeistaramótinu í Póllandi, spjallaði ég við Ástrala um það hvort það væri ekki sniðugt að halda heimsmeistaramótið á þessu ári á Íslandi. Við komum þessu í gang og Ísland verður önnur Evrópuþjóðin til að halda heimsmeistaramótið en þetta flakkar á milli heimsálfa,“ segir Óskar.

„Það var kosið af alþjóðlega jójósambandinu að halda þetta hér á landi og valið stóð á milli okkar og Póllands. Það er algjörlega frábært að við höfum verið valin.“

DUGLEGUR: Óskar hefur verið duglegur að koma jójóinu á kortið hér á landi og með því að halda heimsmeistaramótið hér á landi er toppnum náð.

DUGLEGUR: Óskar hefur verið duglegur að koma jójóinu á kortið hér á landi og með því að halda heimsmeistaramótið hér á landi er toppnum náð.

Hundruðir mæta

Heimsmeistaramótið í jójó er stórt mót og því þarft að finna húsnæði við hæfi. Óskar segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar hann ákvað húsnæði.

„Við töluðum strax við forráðamenn Hörpu og spurðum hvort við gætum haldið mótið þar og þeir tóku vel í það. Við erum með Silfurberg í Hörpu í þrjá daga. Þetta er stórt mót og mun standa yfir í þrjá daga. Við búumst við 500 keppendum erlendis frá og þetta verða því um 800 manns í heildina, það er, þegar þú tekur fjölskyldu og vini erlendu keppendanna með í reikninginn.“

Að halda heimsmeistaramót er stór ákvörðun og það getur verið dýrt. Óskar er þó bjartsýnn á að fá góðan stuðning.

„Ég veit ekki alveg kostnaðinn á þessu öllu en þetta er ágætispakki ef svo má að orði komast. Við erum bara að vinna í því að fá styrktaraðila núna og það gengur vel.“

Jójómótin eru stórkostleg skemmtun en hluti af heildareinkunn keppenda er einmitt framkoma og skemmtanagildi.

„Þú framkvæmir þína rútínu eftir ákveðnu lagi sem dómararnir hafa valið og sýnir þínar listir við það lag. Þegar það er komið í úrslit þá þarftu að sýna listir þínar í þrjár mínútur og þá máttu velja þitt eigið lag; 30% af einkunninni er framkoma og skemmtanagildi keppenda þannig að þú þarft að láta jójóið þitt „dansa“ í takt við tónlistina og búa til ákveðna sýningu sem passar við lagið. Restin af einkunninni miðast við trixin sem þú framkvæmir.

TVEIR GÓÐIR: Með jójó að vopni ætla Páll og Óskar að ná langt.

TVEIR GÓÐIR: Með jójó að vopni ætla Páll og Óskar að ná langt.

Jójó er vinsælt

Jójómenning á Íslandi er ekki áberandi vinsæl en Óskar segir þetta þó verða vinsælla með hverju árinu og ætlar að hjálpa til við að koma jójó á kortið hér á landi.

„Við ætlum að koma 15-20 þúsund jójóum í hendurnar á fólki í sumar. Við stefnum að því að flakka um allt landið, fara í skóla og reyna að fá fólk til að stunda sportið. Þetta verður nokkurs konar jójóherferð hjá okkur.“

ÓTRÚLEGA FLOTT: Listirnar sem Páll getur gert með jójó eru ótrúlegar og greinilegt að þrotlausar æfingar búa að baki.

ÓTRÚLEGA FLOTT: Listirnar sem Páll getur gert með jójó eru ótrúlegar og greinilegt að þrotlausar æfingar búa að baki.

Alltaf með jójó

Óskar kynntist jójóinu snemma en hann og Páll Valdimar, Palli jójó, halda jójómenningunni á lofti hér á landi.

„Ég byrjaði bara á þessu sjálfur sem krakki, bara eitthvað að leika mér. Pabbi hans Palla bauð honum að fara á heimsmeistaramótið þegar hann var fimmtán ára og síðan keppti ég með Palla á Evrópumeistaramótinu árið 2012. Eftir það var ég algjörlega húkt á þessu og er alltaf með jójó á mér.“

Páll og Óskar munu taka þátt í Evrópumeistaramótinu í jójó í Prag á þessu ári og þar ætlar Páll sér stóra hluti.

„Palli stefnir að því að vinna Evrópumeistaramótið. Ég ætla að taka þátt líka en ég næ honum seint, hann er algjörlega á heimsvísu í þessum jójóbransa. Hann getur orðið sá besti.“

FÆR: Páll Vilhelm er einn færasti jójómaður í heimi.

FÆR: Páll Vilhelm er einn færasti jójómaður í heimi.

 

HRESSIR: Palli og Óskar eru hressir gaurar sem negla jójó í gæsina á meðan hún gefst.

HRESSIR: Palli og Óskar eru hressir gaurar sem negla jójó í gæsina á meðan hún gefst.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts