Drífa Pálín Geirsdóttir (38) hefur gaman af því að hekla:

Drífu Pálín Geirsdóttur er margt til lista lagt. Hún er í stjórn ADHD-félagsins á Íslandi, er lífheilsufræðingur og lærir nú að verða grunnskólakennari. Þegar Drífa Pálín vill hins vegar slaka á grípur hún í nálina og heklar. Hún setti sér það markmið að hekla hitatölur hvers dags í eitt teppi en verkið kallar hún einfaldlega „Veðurteppt“.

Hekl „Þetta byrjaði með því að ég gerðist meðlimur í heklhóp á Facebook, við byrjuðum nokkrar í honum í upphafi árs og hann er búinn að springa út síðan. Þar eru alls konar mismunandi útgáfur af hekli og prjóni,“ segir Drífa Pálín.

„Ég geri þetta þannig að ég tek hitastig dagsins kl. 18:00 með vindkælingu þannig að mitt teppi verður svolítið kalt. Ég ætla að hafa þetta sem veggteppi þannig að þá liggur þetta rétt og þetta á eftir að verða nokkuð stórt. Ég nota rússneskt hekl og held að ég sé sú eina sem notar þannig hekl í hópnum. Rússneskt hekl er eins og blanda af hekli og prjóni, þá ertu með heklunál en líka prjónaband. Þetta er svolítið eins og vefnaður.“

14379722_10154261774929584_2109827233626285587_o

TEPPIÐ GÓÐA: Hér má sjá hversu langt teppi Drífu er komið en teppið gefur góða mynd af því hvernig hitastigið hefur verið hér á landi.

Byrjaði snemma

Drífa Pálín hefur gaman af því að hekla og byrjaði ung.

„Ég held að amma hafi kennt mér að hekla þegar ég var fimm ára og ég hef verið rosalega mikið í alls konar handavinnu, þetta er mín hugleiðsla. Ég get „zone-að“ út og heklað í ró og næði,“ segir Drífa sem er ekki lengi að hekla einn dag.

„Það tekur mig um fimm mínútur að hekla einn dag. Ég hef hins vegar þurft að vinna mig aðeins upp, hafði ekkert heklað síðan 20. mars en nú er ég kominn vel af stað og er að klára júlí,“ segir Drífa og það eru miklar pælingar á bak við verkið.

„Ég er með Excel-skjal þar sem öllum upplýsingum er safnað, það er mikil stærðfræði á bak við þetta. Ég er ekki veðurfræðingur heldur lífheilsufræðingur og er að læra að verða grunnskólakennari. Ég hef samt mikinn áhuga á stærfræðinni á bak við vindkælingu og svona.

Ég set inn formúlu og hlýtt hitastig er rautt og kaldast er hvítt og fjólublátt. Mælingarnar mínar miðast við klukkan 18 á kvöldin þannig að það er ekki alltaf mjög heitt en það hefur einu sinni komið fyrir að ég hef fengið rauðan lit sem þýðir að það var 18,5 stiga hiti eða hlýrra. Það gerðist 27. júlí sem er einmitt afmælisdagur dóttur minnar. Þá var 20 stiga hiti.“

14372123_10154261774909584_7258187283059870264_o

SÆTAR SAMAN: Drífa Pálín og dóttir hennar, Svanhildur Pálín, eru frábærar mæðgur. Drífa lærði ung að hekla og aldrei að vita nema Svanhildur verði frábær heklari eins og mamma hennar.

Séð og Heyrt fílar að hekla.

Related Posts