Reynir

NÝR HATTUR: Hatturinn sem DV-fólkið gaf Reyni er vetrarhattur og var því ekki brúklegur innanhúss í útgáfuboðinu.

Reynir Traustason (61) afhjúpaði sig á afmælisdaginn:

Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, fagnaði 61 árs afmæli sínu með útgáfuhófi þar sem hann afhenti fyrstu eintökin af bók sinni, Afhjúpun, þar sem hann rekur líflega starfssögu sína og segir frá ýmsu sem gerðist á bak við tjöldin í stórum fréttamálum á ferlinum. Þar koma við sögu kantsteinar Árna Johnsen, litli Landsímamaðurinn og margt fleira auk þess sem Reynir gerir upp nýleg átök um yfirráðin yfir DV. Reynir sést sjaldan hattlaus en athygli vakti að hann var berhöfðaður í boðinu.

Berhöfðaður „Hatturinn var á borðinu,“ segir Reynir og bætir við að það sé af og frá að hatturinn sé fokinn. „Þetta er nýr hattur sem ég fékk gefins frá gömlu áhöfninni minni á DV. Þau heimsóttu mig um daginn og færðu mér hann og ég gladdist óskaplega yfir því. Þetta er vetrarhattur og þess vegna gat ég ekki verið með hann þarna inni.“

Reynir segir hófið hafa verið rosalega skemmtilegt og þegar mest var hafi á annað hundrað manns verið á staðnum. Hann seldi bókina í forsölu til þess að dekka prentkostnað og fjölmargir lögðu leið sína í veisluna til þess að sækja fyrirframgreiddar bækur sínar. „Þetta var eina leiðin til þess að gera þessa útgáfu mögulega og ég hef aldrei áritað annað eins magn af bókum,“ segir Reynir sem hefur sent frá sér nokkurn fjölda bóka, meðal annars ævisögur Lindu Pé og Sonju Zorilla.

Reynir segir tvær starfsstéttir hafa verið áberandi fjölmennar í boðinu. Blaðamenn, eðlilega, og svo lögmenn en Reynir er umkringdur þeim þessa dagana. „Lögfræðingar eru nýju bestu vinir mínir og ég er með þrenns konar lögfræðinga í kringum mig núna til þess að verjast þessum og hinum. Þannig er ég með meiðyrðalögmann, viðskiptalögmann og launalögmann á mínum snærum.“

TRAUSTAR VINKONUR: Reynir ásamt tveimur gömlum og góðum vinkonum, Silju Aðalsteinsdóttur og Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Reynir og Silja haldast í hendur.

TRAUSTAR VINKONUR:
Reynir ásamt tveimur gömlum og góðum vinkonum, Silju Aðalsteinsdóttur og Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Reynir og Silja haldast í hendur.

HATTLAUS OG HRESS: Reynir Traustason lék á als oddi í útgáfuhófi sínu og gantast hér með innrammaða mynd af teikningu Halldórs Baldurssonar sem birtist í Fréttablaðinu.

HATTLAUS OG HRESS: Reynir Traustason lék á als oddi í útgáfuhófi sínu og gantast hér með innrammaða mynd
af teikningu Halldórs Baldurssonar sem birtist í Fréttablaðinu.

Related Posts