Harry prins (32) og hans fyrrverandi:

Harry prins hefur ekki verið þekktur fyrir að haldast lengi í samböndum. Þessi glaumgosi kann svo sannarlega að skemmta sér og skemmtir sér með mörgum konum. Þær eru þó nokkrar sem hafa náð að festa prinsinn aðeins.

SALFORD - UNITED KINGDOM - AUGUST 18:  Prince Harry visits Salford Ambulance Headquarters to meet ambulance  crew members who were on duty during last week's riots on August 18, 2011 in Salford, England. Prince Harry also visited firefighters at Salford Fire Station and other emergency services crew members who were called out to incidents during the outbreaks of rioting and looting across Salford and Greater Manchester last week.  (Photo by Jim Clarke - WPA Pool/Getty Images)

harry

NATALIE PINKHAM (saman frá 2003-2005) Sjónvarpskonan Natalie Pinkham kynntist Harry í gegnum fyrrum kærasta sinn, rúbbístjörnuna Matt Dawson. Samkvæmt fjölmiðlum var Harry yfir sig ástfanginn af Natalie en samband þeirra entist í tvö ár.

Harry

CAROLINE FLACK (stutt samband árið 2009) Caroline Flack var kynnir í sjónvarpsþáttunum vinsælu X-Factor. Natalie Pinkham, fyrrum kærasta Harrys, kynnti hana fyrir prinsinum. Caroline talaði um það að í ævisögu sinni að hún og Harry hefðu náð vel saman en um leið og fréttir byrjuðu að berast af því að hún og prinsinn væru saman hefði hún slitið sambandinu. „Ég var ekki lengur sjónvarpskonan Caroline Flack heldur var ég orðin „Caroline Flack, djammpían hans Harrys.“

LONDON, UNITED KINGDOM - SEPTEMBER 06: Florence Brudenell-Bruce attends the Tiffany party for Fashion's Night Out at Tiffany & Co on September 6, 2012 in London, England. (Photo by Nick Harvey/WireImage)

FLORENCE BRUDENELL-BRUCE (saman árið 2011) Florence er nærfatamódel og dóttir níunda jarlsins af Cardigan. Sögusagnir um samband Harrys og Florence byrjuðu árið 2008 en voru ekki staðfestar fyrr en árið 2011. Florence á að hafa hætt með Harry vegna þess hversu mikill daðrari hann væri.

Harry

MOLLIE KING (saman árið 2012) Söngkonan hitti Harry á pólóleik í Surrey árið 2010. Tveimur árum síðar sást parið skemmta sér saman og í fyrstu neitaði Mollie því að þau væru saman. Stuttu seinna staðfesti hún þær sögusagnir en fór pent í málið og sagði að þau hefðu hist nokkrum sinnum og fengið sér drykk saman.

Harry

CAMILLA THURLOW (stutt samband árið 2014) Harry prins og fegurðardrottningin Camilla Thurlow kynntust í gegnum The Halo Trust sem var eitt af uppáhaldsgóðgerðarfélögum Díönu prinsessu. Eftir þennan fund þeirra bauð Harry henni á snekkju með sér og félögum sínum til St. Tropez. Sambandið var þó ekki mikið lengra en það en þau sáust nokkrum sinnum saman eftir þessa snekkjuferð.

Harry

CHELSY DAVY (saman frá 2005-2010) Chelsy Davy er skartgripahönnuður og af ríkum ættum. Chelsy náði að heilla prinsinn upp úr skónum en samband þeirra var þó ekki alltaf dans á rósum. Þau voru saman og í sundur í fimm ár en Chelsy ræddi það í nýlegu viðtali að þau væru enn þá vinir.

Harry

CRESSIDA BONAS (saman frá 2012-2014) Leikkonan byrjaði með Harry prins eftir að frænka hans, Eugine prinsessa, skellti sér í búning Cupid. Harry og Cressida áttu í góðu sambandi, birtust oft opinberlega saman og einnig fór orðrómur um trúlofun af stað. Þau hættu saman í apríl 2014 og samkvæmt heimildum var það Cressida sem sleit sambandinu vegna þess að hún þoldi ekki pressuna sem fylgdi því að vera í sambandi við prins.

Harry

JENNA COLEMAN (2015) Leikkonan Jenna Coleman hitti Harry prins á pólóleik í júní á síðasta ári. Harry var myndaður þar sem hann hélt um hné leikkonunnar og spjallaði ótt og títt við hana. Samkvæmt heimildum var Harry duglegur að senda leikkonunni skilaboð og bjóða henni út en Jenna neitaði ávallt. Jenna var spurð út í samband sitt við Harry í nýlegu viðtali og þar sagði hún að þau væru bara vinir.

Harry

JULIETTE LABELLE (vörðu áramótunum saman) Juliette og Harry vörðu síðustu áramótum saman í Los Angeles. Heimildamenn sögðu að Harry og Juliette hefðu náð vel saman og eytt nokkrum nóttum saman en meira hafi það ekki verið.

LOS ANGELES, CA - FEBRUARY 15: Singer Ellie Goulding arrives at The 58th GRAMMY Awards at Staples Center on February 15, 2016 in Los Angeles, California. (Photo by Jon Kopaloff/FilmMagic)

ELLIE GOULDING (sumarást 2016) Söngkonan Ellie Goulding er án ef frægasta nafnið á þessum lista. Harry og Ellie hafa þekkst um árabil en hún söng meðal annars í þrítugsafmæli Harrys og í brúðkaupi Vilhjálms prins og Katrínar Middleton. Í júní á þessu ári sást til þeirra á hátíðarhöldum hjá Audi í Berkshire og samkvæmt heimildum fór vel á með þeim og gátu þau ekki hætt að gæla hvort við annað.

Séð og Heyrt fílar prinsa.

Related Posts