Hinn 57 ára gamli breski tölvuöryggisráðgjafi Martyn Tovey hefur séð helsta draum sinn rætast. Hann er kominn í Heimsmetabók Guinness.  Tovey hefur verið skráður í bókina sem sá einstaklingur í heiminum sem á flestar útgáfur af Heimsmetabók Guinness.

Í frétt um málið í blaðinu The Mirror kemur fram að Tovey hefur safnað útgáfum af Heimsmetabókum Guinness um allan heim undanfarin 40 ár. Safn hans telur 353 útgáfur af bókinni auk yfir 2.100 minjagripa af ýmsu tagi sem gerðir voru í tengslum við þessar útgáfur.

Sjálfur segir Tovey að uppáhaldsheimsmet sitt sé þegar Bob Beamon náði nær 9 metra löngu langstökki á Olympíuleikunum í Mexíkó árið 1968. Það met var ekki slegið fyrr en 1991. Skrýtnasta útgáfan í eigu hans er hinsvegar vasabókarútgáfa af  „Sportman Set“ , þar sem fjallað er um íþróttamet, en henni fylgir flaska af rakspíra.

Related Posts