Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir (35) með krakkafréttir í sjónvarpi:

KrakkaRÚV er nýjung hjá Ríkisútvarpinu en það er samheiti yfir alla þjónustu stofnunarinnar við börn. Eitt þeirra verkefna sem tengjast þessu eru Krakkafréttir sem fara í loftið í lok október. Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, sem var Snæfríður í Stundinni okkar ásamt Stíg félaga sínum um árabil, snýr nú aftur á skjáinn.

Krakkafréttir „Ég hlakka mikið til, við höfum verið að þróa okkur áfram en í grunninn er markmiðið það að flytja erlendar og innlendar fréttir þannig að börn og unglingar geti skilið þær. Við munum líka flytja fréttir af krökkum og því sem þeir eru að fást við hverju sinni, ég hlakka til að byrja,“ segir Ísgerður Elfa.

Mikil eftirvænting ríkir í herbúðum Ríkisútvarpsins og vinna starfsmenn KrakkaRÚV baki brotnu við að koma verkefninu heim og saman. Nú þegar er margt gamalt og gott barnaefni aðgengilegt á vefnum. Afar, ömmur, pabbar og mömmur geta nú setið með börnum og barnabörnum og fræðst og skemmt sér saman yfir því sem er að finna á vefnum.

Ekki fréttafíkill sem barn

„Sjálf var ég ekki fréttafíkill sem barn, ég var upptekin við að leika mér, þá var heimurinn líka einfaldari og heimsmálin náðu ekki út á róló. Ég er hins vegar sannfærð um að það sé þörf fyrir fréttaskýringar af þessu tagi. Þegar hrunið gekk hér yfir með öllum þeim ósköpum sem fylgdu þá varð mér einmitt hugsað til þess að það þyrfti að vera einhverskonar fréttaskýringaþáttur fyrir krakka um það sem var að gerast. Þau upplifuð allt sem gekk á en áttuðu sig kannski ekki á því sem var að gerast. En ég var greinilega ekki ein með þessa hugmynd og nú er þetta orðið að veruleika sem er frábært.“

Aldís Pálsdóttir, Ásta Garðarsdóttir, barnafréttir, barnatími, Ísgerður, íslenskt barnaefni, krakkar, Krakkarúv, RUV, séð og heyrt, SH1510083599, Ísgerður Gunnarsdóttir

ALLTAF FJÖR: Guðmundur og Ísgerður eru ánægð með vinnu dagsins.

Gift vinnunni

„Ég hætti í Stundinni okkar 2008 og því er nú nokkur tími liðinn frá því ég vann hér en þegar ég kom til baka var eins og ég hefði aldrei farið. Það er æðislegt að vinna hérna og margt gott fólk, þetta er hin fjölskyldan mín. Ég er ekki í sambúð og er barnlaus þannig að ég er enn að leika mér.“

Ísgerður er dugleg að leita til barna vinkvenna sinna sem gefa henni góð ráð og ábendingar um hvað ætti að vera á dagskrá í Krakkafréttum.

„Sum börn vinkvenna minna halda að ég sé að heimsækja þau en ekki mömmurnar og skilja ekkert í því af hverju ég þarf að alltaf að tala við mömmurnar en ekki þau. Það er nauðsynlegt að hlusta á ráðleggingar um það sem mætti betur fara og sérstaklega mikilvægt að hafa raddir barna í hópi gagnrýnenda,“ segir Ísgerður full tilhlökkunar.

Related Posts