Stundum er það þess virði að fagna steríótýpunni. Hér er samantekt á heimskustu ljóskunum sem hafa birst okkur á hvíta tjaldinu. Það eina sem skiptir máli á þessum lista er að hárið sé ljóst og ljósin í hausnum séu slökkt.

 

Hansel McDonald (Zoolander)102573894-zoolander.1910x1000

Owen Wilson fer á kostum sem hinn nautheimski Hansel McDonald. Hansel er ein frægasta fyrirsæta heims og aðalkeppinautur uppáhaldsfyrirsætu okkar allra, Zoolander. Hann er ljóshærða undrið á móti bláa stáli Ben Stillers. Myndin gerir stólpagrín að yfirborðskenndu lífi ofurfyrirsætna og allar týpur sem hægt er að keyra í botn eru keyrðar í botn. Hansel er hinn fullkomni lofthaus og svo glær er hann að stæði hann fyrir framan þig sæir þú í gegnum hann.

 

 

Shelley Darlington (The House Bunny)

house-bunny

Ef það er einhver sem er birtingarmynd heimsku ljóskunnar í nútímakvikmyndagerð er það Anna Faris og af öllum hennar karakterum er Playboy-kanínan Shelley Darlington án nokkurs vafa sú allra heimskasta.  Shelley hjálpar systrafélagi, sem samanstendur af óvinsælum stelpum, til að koma sér aftur á rétta braut og ná vinsældum. Á meðan hún gerir það kynnist hún því að persónuleikinn skiptir máli. Hún verður ástfangin og reynir að panta sér Mahi í staðinn fyrir Mahi Mahi því hún var ekkert sérstaklega svöng.

 

 

Cherilyn „Cher“ Horowitz (Cluless)

4ef84c2e-27fd-4ac9-8d6b-5ecf74bcb8ec

Hér er næntís Alicia Silverstone í essinu sínu. Cher Horowitz vill vel en þrátt fyrir að hún sé með gott hjarta er heilinn í henni allt of gjarn á að taka kolrangar og hreint út sagt fáránlega heimskulegar ákvarðanir. Hún er ótæmandi brunnur af einnar línu hitturum og algjört alfræðirit af góðum ráðum sem eru ekkert sérstaklega góð. Þegar kemur að því að heilla stráka og ræða um tísku er hún í sérflokki en greindarvísitala hennar nær rétt yfir stofuhita.

 

 

Karen Smith (Mean Girls)

2d1012b3c4cdccd6cb68db1ff9044a1a

Karen er meðlimur „Plasthópsins“ en hún er sú ljúfasta úr þeim hópi. Hún er ein af þessum fallegu en óþolandi sálum sem geta ekki hugsað sjálfstætt. Hún myndi fylgja fordæmi hvers sem er og þá alveg sama þótt það væri gott, slæmt, klikkað eða hreint út sagt heimskulegt. Amanda Seyfried leikur þessu vitlausu snót sem er þekkt fyrir lauslæti sitt og þá vita einnig allir að hún fór í sleik við frænda sinn sem flestir geta verið sammála um að sé frekar skrítið.

 

 

Chrissy Snow (Three´s Company)

Chrissy_Snow

Ok, þetta eru þættir en ekki kvikmynd en við gátum ekki skilið Chrissy Snow út undan. Hún er ljóshærðari, heimskari og í raun betri að öllu leyti en aðrir karakterar þarna úti. Chrissy, sem leikin er af Suzanne Sommers, hlær alltof mikið að eigin bröndurum, grætur alltof oft og hún á nokkrar af bestu setningum sem heyrst hafa í sjónvarpsþáttum. Það eru fáar „stelpustelpur“ jafnýktar og hún og engin er jafnljóshærð. Chrissy Snow er í raun hin upprunalega heimska ljóska.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts