Kristján Jóhannsson (68) söng jólin inn:

Kristján Jóhannsson, einn ástsælasti óperusöngvari landsins, hélt sína árlegu jólatónleika í Hörpu. Einvalalið listamanna steig á svið með Kristjáni sem tókst svo sannarlega að koma gestum sínum í alvörujólaskap.

ÿØÿáZðExif

Í FAÐMI DROTTNINGA: Söngkonurnar glæsilegu Hrafnhildur Árnadóttir og Dísella Lárusdóttir tóku slaginn með Kristjáni og það var mál manna að þetta þríeyki hafi algjörlega slegið í gegn.

Jól „Miðað við viðtökurnar þá gengu tónleikarnir mjög vel. Viðtökurnar voru stórkostlegar og það er minn dómur á hvernig til tókst,“ segir Kristján sáttur.

„Það var uppselt á tónleikana og alveg æðislegt að vera með þessu frábæra fólki sem keypti miða og öllum þessum frábæru listamönnum á sviði. Ég er ekki bara að þessu fyrir mig heldur fyrst og fremst fyrir fólkið í salnum og það gekk allt upp og þá er ég ánægður.“

Kominn í jólaskap

Þeir eru margir sem komast í jólaskap við það að fara á jólatónleika Kristjáns. Hann tekur undir það að þessir tónleikar komi honum í rétta jólaskapið.

„Þessir tónleikar koma mér í jólaskap, það er alveg klárt. Bara það að syngja og lifa í tónlist gerir mann líka svo hamingjusaman. Það kom fólk upp að mér eftir tónleikana og sagði að nú mættu jólin koma, þau höfðu heyrt Heims um ból og þá var jólafílingurinn kominn,“ segir Kristján sem á sín uppáhaldsjólalög.

„Mér finnst Ó helga nótt alltaf yndislegt lag en í gamla dag þá voru jólin komin þegar ég heyrði Heims um ból.“

Sér um humarinn

Margar fjölskyldur halda fast í jólahefðirnar og þá sérstaklega þegar kemur að mat. Kristján segir aðalréttinn á jólunum breytilegan en forrétturinn breytist ekki.

„Í fyrsta lagi kemur fjölskyldan saman og nýtur samverunnar. Góður matur og tengingin í fjölskyldunni er það sem gerir mig hamingjusaman á jólum. Við erum dugleg að breyta um aðalrétt á jólunum og ekki enn búin að ákveða hvað verður í matinn þessi jól. Eina hefðin hvað matinn varðar er sú að stærsti humarinn sem er fáanlegur er í forrétt. Það er mín sérdeild að útbúa hann ásamt því að finna gott hvítvín með.“

Kristján

BÍÓHJÓN: Bíókóngurinn Árni Samúelsson og eiginkona hans, Guðný S. Ásberg, létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.

Kristján

FLOTT SAMAN: Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og sambýliskona hans, Vala Oddsdóttir, mættu í sínu fínasta pússi.

Kristján

FLOTTUR HÓPUR: Valdimar Hilmarsson, Jenný Rósa Baldursdóttir og Henný María Frímanssdóttir, skippuleggjandi Kristjáns, voru ánægð með kvöldið en það voru eflaust fæstir jafnglaðir og Kristján, enda lifir maðurinn fyrir að fá tónleikagesti sína til að til að rísa úr sætum af fögnuði.

Kristján

ÞRUSU ÞRENNA: Ólöf Breiðfjörð og eiginmaður hennar, Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari, og Sigurður Björnsson voru ánægð með tónleikana.

Kristján

ALLIR TILBÚNIR: Kristján heilsaði upp á gesti fyrir sýningu og hélt glimrandi góða ræðu.

Séð og Heyrt hlustar á góða tónlist.

 

Related Posts