Sævar Guðmundsson (43), leikstjóri myndarinnar Jökullinn logar:

Heimildarmyndin Jökullinn logar, sem fjallar um leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á sitt fyrsta stórmót, var frumsýnd í Háskólabíói og þar var mikið um dýrðir. Þar mátt sjá mörg af þekktustu andlitum landsins ásamt því sem landsliðsstrákarnir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta. Sævar Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar, var ánægður með kvöldið og drakk í sig EM-stemninguna ásamt kvikmyndagestum.

ÿØÿà

FYRIRLIÐINN: Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mætti ásamt unnustu sinni, fitness-drottningunni Kristbjörgu Gunnarsdóttur.

 

EM-æði „Ég er mjög ánægður með viðbrögðin sem við erum að fá bæði á samfélagsmiðlum og út um allt. Ég tek passlega mikið mark á því þegar fólk segir þetta við mann augliti til auglits um leið og myndin er búin en þegar það er farið að leggja vinnu í það að lofa myndina á Facebook þá verð ég mjög glaður,“ segir Sævar.

Jökullinn logar

GÓÐIR: Landsliðsmennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Sigurðsson mættu svalir að vanda og skemmtu sér konunglega á myndinni.

 

Framleiðendur myndarinnar áttu í vandræðum með að safna fjármagni í fyrstu en meðal þeirra sem komu þeim til bjargar var athafnakonan Kristín Ólafsdóttir, eiginkona Björgólfs Thors.

„Kristín kemur inn í þetta í janúar á svipuðum tíma og kvikmyndasjóður segir já við okkur. Þegar Kvikmyndasjóður var búinn að segja já þá byrjaði boltinn að rúlla en við vorum búnir að fá tvisvar nei frá þeim. Fengum ekki já fyrr en í þriðja skipti, allt er þá þrennt er.“

Jökullinn logar

GLÆSILEGT PAR: Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og unnusta hans, Bryndís Ýrr Pálsdóttir, geisluðu af fegurð á frumsýningunni.

 

Fer ekki á EM

Sævar er mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði meðal annars fótbolta með Þór á Akureyri. Hann er þó ekki að fara á EM eins og hann bjóst við.

„Ég var að æfa með Þór á Akureyri í gamla daga en er núna bara í bumbubolta. Ég er mikill áhugamaður um fótbolta og þess vegna var ég til í að stökkva á þetta tækifæri,“ segir Sævar en ævintýrinu með landsliðinu er hér með lokið.

Jökullinn logar

SÆT SAMAN: Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason og unnusta hans, Pattra Sriyanonge, eru einstaklega fallegt par.

 

„Ég á ekki von á því að við fylgjum þeim út. Ég held að Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson séu orðnir pínu þreyttir á okkur, við erum búnir að anda ofan í hálsmálið á þeim í tvö ár. Það hefði auðvitað verið gaman að eiga eitthvert efni af strákunum þarna úti, sérstaklega ef þeir myndu taka upp á því að gera einhverjar kúnstir.“

„Ég stóð alltaf í þeirri von að ég væri að fara að gera meira með strákunum þannig að ég gerði aldrei neinar ráðstafanir með miðakaup en mér sýnist ég ekki vera að fara út, ég bjóst við að fara út með liðinu og taka það upp en það hefur nú komið í ljós að ég fer ekki með því þótt ég væri auðvitað til í það.“

 

ÿØÿà

ÁSTFANGIN: Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson og eiginkona hans Kolfinna Von Arnardóttir mættu á frumsýninguna og það var mál manna að þau hafi verið ástfangnasta parið á svæðinu.

 

 

Jökullinn logar

HEITA ALLIR KARL: Veitingastaðakóngurinn og fyrrum fjölmiðlamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson var hress ásamt Bryndísi Björgu Einarsdóttur, eiginkonu hans, en það er alveg ljóst að þau eru rík hjón því synir þeirra, Einar Karl, Ingi Karl og Vilhjálmur Karl eru glæsilegir ungir menn.

 

Jökullinn logar

STELPUR STRÁKANNA OKKAR: Á bak við landsliðsstrákanna okkar eru góðar konur sem styðja sína menn í einu og öllu.

 

ÿØÿà

GLERAUGU Í STÍL: Lögfræðingurinn Gísli Gíslason og eiginkona hans, Jóhanna Björnsdóttir, mættu í sínu fínasta pússi og skörtuðu glæsilegum gleraugum.

 

Jökullinn logar

DÚNDUR DÚÓ: Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri SENU, og Sölvi Tryggvason voru hæstánægðir með myndina enda fær hún frábæra dóma.

 

Jökullinn logar

TÖFFARAR: Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sinnir einni af skyldum landsliðsmannanna á meðan rithöfundurinn og fyrrverandi fótboltakappinn Þorgrímur Þráinsson stillir sér upp af stakri snilld.

 

Jökullinn logar

GLING GLÓ: Solla í Gló og Elías eiginmaður hennar voru eitursvöl og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara

 

ÿØÿà

ÍSLANDS EINA VON: Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson stillir sér upp með Kolfinnu Von en Aron Einar er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu og það er algjört lykilatriði að hann haldist heill á Evrópumótinu.

 

Jökullinn logar

GULLFALLEGUR: Það eru flestir sammála um að landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé eitt stykki af fallegum manni.

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

Related Posts