Ef hægt er að kalla einhvern listamann kameljón þá er það Madonnu. Hún hóf ferilinn sem söngkona en í dag, á fimmta áratug hennar í bransanum, er Madonna söngkona, lagahöfundur, dansari, leikkona og athafnakona. Hún er kölluð drottning poppsins og er áhrifavaldur margra söngvara sem komið hafa á eftir henni.

Sem ósnert mey Madonna Louise Ciccone er fædd 16. ágúst 1958 í Bay City í Michigan í Bandaríkjunum og er af ítölskum, frönskum og kanadískum ættum. Móðir hennar lést úr brjóstakrabbameini þegar Madonna var fimm ára gömul og sagði Madonna frá því löngu síðar í viðtali að hún hefði enn ekki sætt sig við móðurmissinn. Faðir hennar giftist aftur þremur árum síðar og varð það til þess að stirt var á milli feðginanna í mörg ár á eftir. Madonna var toppnemandi í skóla og góð í fimleikum en vakti strax þá athygli fyrir óhefðbundna hegðun. Nítján ára gömul flutti hún til New York til að leita frama í nútímadansi með um 4.000 kr. í vasanum. Hún vann fyrir sér sem gengilbeina og dansaði í fjölda danssýninga. Árin 1982 og 1983 komu fyrstu tvö lög hennar út, sem bæðu urðu vinsæl í klúbbum vestanhafs, Everybody og Burning up. Fyrsta plata hennar, Madonna, kom síðan út í júlí 1983 og restina vitum við öll. Madonna hefur aldrei verið hrædd við að flagga líkamanum fáklæddum eða við að láta skoðanir sínar í ljós. Hér eru nokkrar þeirra.

*Fullt af fólki er hrætt við að segja hvað það vill. Þess vegna fær það ekki það sem það vill.

*Ég er töff, ég er metnaðargjörn og ég veit nákvæmlega hvað ég vil. Ef það gerir mig að tík þá er það bara þannig.

*Það er betra að lifa eitt ár sem tígur, frekar en 100 ár sem lamb.

*Hlustaðu, allir eiga rétt á minni skoðun.

*Fyrir mig er hugsunin um að vera pensilstroka í málverki einhvers annars frekar erfið.

*Hver sem þú ert, hvað sem þú gerðir, hvaðan sem þú komst, þú getur alltaf breytt þér, orðið betri útgáfa af þér.

*Við þurfum öll að koma fram hvort við annað af mannlegri reisn og virðingu.

*Ég hef verið vinsæl og óvinsæl, náð árangri og ekki, elskuð og hötuð og ég veit hversu tilgangslaust þetta allt er. Þess vegna leyfi ég mér að taka þá áhættu sem ég vil.

*Ef ég get ekki verið áræðin í tónlist minni eða hvernig ég lifi mínu lífi, þá sé ég ekki tilganginn með að vera á þessari plánetu.

*Ef þú ert ekki tilbúin/n til að berjast fyrir því sem þú trúir á, ekki fara þá í hringinn.

*Þú verður að biðja um hluti í stað þess að sitja og bíða eftir þeim.

*Aldrei gleyma að dreyma.

article-0-096d5f24000005dc-79_468x609

Séð og Heyrt elskar Madonnu.

Related Posts