Það var mikið um dýrðir á Skólavörðuholtinu þegar sýning útskriftarnemenda við hársnyrtibraut Tækniskólans fór fram í Vörðuskóla. Þar mátti sjá magnaðar hárgreiðslur og það er greinilegt að útskriftarnemendurnir eru ótrúlega fjölbreyttir.

Hár Útskriftarsýning hjá nemendum á hársnyrtibraut Tækniskólans fór einstaklega vel fram. Þar mátti sjá hinar ýmsu hárgreiðslur og fjölbreytta liti í hári fyrirsætanna. Þrátt fyrir aftakaveður, sem gerði það að verkum að erfitt var að ferja glæsigreidd módel á milli húsa án þess að hárið færðust úr stað, fór allt vel og það var mál manna að sýningin hafi verið sérstaklega glæsileg.

Hársýning

GLÆSILEG: Hárgreiðslur módelana voru ekki bara glæsilegar heldur voru módelin sjálf einkar glæsilegar.

ÿØÿà

FJÓLUBLÁTT OG FLOTT: Það mátti sjá alla litaflóruna í hárum módelanna og þetta módel skartaði glæsilegu fjólubláu hári.

Hársýning

FLOTTAR FLÉTTUR: Það getur verið vandasamt verk að búa til flottar fléttur en hérna eru þær einfaldlega negldar.

Hársýning

HREKKJAVÖKUFÍLINGUR: Nú fer landinn að klæða sig upp sem beinagrindur og blóðsugur og þessi veit nákvæmlega hvernig landið liggur.

Hársýning

Hársýning

TÖFF: Það voru ekki bara stelpur sem sýndu glæsilegar greiðslur því þessi herramaður skartaði appelsínugulu hári og engum bol.

Hársýning

HÁRPRÚÐ: Það er stór kostur fyrir hármódel að vera með mikið og fallegt hár.

Hársýning

ÓTRÚLEG NÁKVÆMNI: Nemendur á hársnyrtibrautinni þurfa að sýna mikla nákvæmni í verkum sínum og þá verður útkoman svona – stórglæsileg.

Hársýning

RAUTT OG SEYÐANDI: Hárgreiðslurnar voru jafnfjölbreyttar og þær voru fallegar og greinilegt að mikil vinna hefur farið í hvern haus eins og sést best hér á þessu hári.

Hársýning

ALLT UPP Í LOFT: Hver segir að hárið þurfi alltaf að flæða niður? Hér má sjá dæmi um það þegar hárið segir: „Hingað og ekki lengra, nú fer ég upp“.

Hársýning

FAGURBLEIKT: Fagurbleikt hárið tónar ótrúlega vel við hvítan kjólinn.

Séð og Heyrt fílar hár. 

Related Posts