Ragnheiður Elín Clausen (46) heillaðist af Eivøru í Norðurljósum:

Töfrandi Tónlistarkonan Eivør heillaði tónleikagesti í Norðurljósasal Hörpu og haft hefur verið á orði að hún hafi aldrei verið betri.
Seiðandi söng hún berfætt og töfraði áheyrendur upp úr skónum. Ragnheiður Elín Clausen er ein þeirra sem féll í stafi og hún á vart orð til að lýsa hrifningu sinni.

eivör

BERFÆTT GYÐJA: Eivør stóð berfætt á sviði Norðurljósa og söng sig inn í hug og hjörtu tónleikagesta.

„Ég heillaðist algjörlega. Ég hef auðvitað fylgst með henni í gegnum tíðina og hún hefur aldrei verið betri,“ segir Ragnheiður Elín. „Hún er ekki af þessum heimi og var stórkostleg. Ef ég ætti að reyna að lýsa þessu þá var þetta slökun, heilun og kaþarsis allt í senn.“

eivör2

VINKONUR: Karítas og Bergrún voru kátar í Hörpu.

Ragnheiður Elín segir salinn hafa verið uppnuminn. „Ég var með Þórunni, systur minni, og við vorum báðar jafnheillaðar. Maður á eiginlega ekki til orð. Þetta var yndisleg stund og mér fannst allir vera í sama gír.“

Related Posts