Samfélagið er á öðrum endanum út af framtíð Ríkisútvarpsins sem á erfitt með að fóta sig í nýjum og rafrænum heimi. Skýrslur skrifaðar, fundir haldnir og hollvinasamtök líkt og á heljarþröm.

Í allri umræðunni, sem er svo heitfeng að sumir veigra sér við að taka þátt í henni, vantar þó yfirleitt þann snertipunkt sem öllu skiptir og orða má í þremur spurningum:

1. Hvers vegna ætti ríkisvaldið að senda út popptónlist og spjallþætti allan sólarhringinn?
2. Hvers vegna ætti ríkisvaldið að reka fréttastofu?
3. Hvers vegna ætti ríkisvaldið að selja auglýsingar?

Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að reka sitt Ríkisútvarp sem sinnir menningarmálum af alúð og þeirri

stairs in sky

kunnáttu sem til staðar er í stofnuninni. Ekki nema sjálfsagt að Rás 1 sé til staðar eins og verið hefur frá stofnun Ríkisútvarpsins. Og vel mætti bæta þar í.

En poppið og spjallið geta aðrir séð um, svo ekki sé minnst á fréttirnar. Allt yrði það jafn vel gert hjá öðrum sem gætu þá mannað sig betur með þeim auglýsingatekjum sem fráteknar hafa verið fyrir ríkið svo áratugum skiptir.

Tímarnir breytast en mennirnir ekki alltaf með. Umræðan um framtíð Ríkisútvarpsins er sú sama og þegar kemur að framtíð krónunnar, aðild að Evrópusambandinu, kvótanum eða forsetaembættinu. Engu má breyta því í raun vill almenningur að dagurinn í dag verði nákvæmlega eins og dagurinn í gær, í þeirri veiku von að morgundagurinn verði það líka. Skiptir þá engu þótt margsannað sé að krónan sé ónýtur gjaldmiðill, náið samband okkar við aðrar Evrópuþjóðir myndi gjörbreyta samskiptum almennings og stjórnvalda, auðlindin í hafinu, sem þjóðin heldur að hún eigi, á forræði örfárra einstaklinga og forsetaembættið kannski óþarft.

Skiptir engu. Allt skal vera eins og það var.

Gerum lífið skemmtilegra og færum öll í sameiningu Ríkisútvarpið inn í rafrænan nútímann.

eir’kur j—nsson

Svo ekki sé minnst á allt hitt og megi þá verða friður með okkur öllum.

Eiríkur Jónsson

Related Posts