Bjarni Þór Theodórsson (24) tapaði illa í veðmáli:

 

Hefð hefur skapast á mörgum vinnustöðum að stofna til veðmáls þar sem misgáfulegir hlutir eru lagðir undir. Bjarni, starfsmaður á Bónstöðinni Borgartúni, ákvað að taka þátt í veðmáli þar sem veðjað var á úrslit lokaleiks í Meistaradeild Evrópu með hlægilegum afleiðingum.

Óheppinn! „Ég leyfi mér að segja að ég er óheppnasti maður á Íslandi,“ segir Bjarni Þór, starfsmaður í Bónstöðinni Borgartúni en hann tók þátt í veðmáli við yfirmann sinn, Hlyn Mar, eiganda Bónstöðvarinnar um úrslit í lokaleik Meistaradeildar Evrópu. Eins og sjá má á myndunum tapaði Bjarni en veðmálið gekk þannig fyrir sig að Bjarni sagði að liðið Atletico Madrid myndi fara með sigur af hólmi á meðan Hlynur tippaði á Real Madrid. „Skemmst er frá því að segja að Athletico Madrid var einu marki yfir þangað til á 94 mínútu og þá náði Real Madrid að jafna og leikurinn fór í framlengingu. Real Madrid vann síðan leikinn í framlengingu og ég þurfti að standa við orð mín og láta húðflúra á hægri rasskinnina á mér logo Bónstöðvarinnar.“ Bjarni segir að ætlunin sé þó að fá annað húðflúr yfir merkið. „Ég er að leggja hausinn í bleyti þessa dagana og er að reyna að finna eitthvað stórt og litríkt sem þekur þetta. Ég er með nokkur fyrir þannig að þetta er ekki eins mikið mál fyrir mér.“ Bjarni er á lausu og segist spenntur fyrir því að sjá hvernig dömurnar taka í þetta. „Ég er mjög áhugasamur um að sjá svipinn á skvísunum þegar þær fá að berja þetta yndislega húðflúr augum.“

Related Posts