Rökkvi Vésteinsson (28) gerir grín:

Uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson hefur gert það gott í grínheiminum undanfarin ár. Hann er frumkvöðull í íslensku gríni og er sá sem kom með tilraunauppistandið til landsins en þar fá óreyndir grínistar tækifæri til að stíga sín fyrstu skref.

FLIPP: Grínistar eru gæddir þeim kosti að geta séð grínið í nánast öllu. Hér er Rökkvi að skamma þrífætta belju.

FLIPP: Grínistar eru gæddir þeim kosti að geta séð grínið í nánast öllu. Hér er Rökkvi að skamma þrífætta belju.

Byrjaði á árshátíð „Ég hélt mitt fyrsta uppistand árið 2003. Ég hafði oft pælt í því að halda uppistand og svo vantaði skemmtiatriði fyrir árshátíð í tölvunarfræðinni í háskólanum og ég var eitthvað að grínast í félaga mínum og hann spurði mig hvort ég vildi ekki bara halda uppistand á árshátíðinni. Ég hef verið í þessu annað slagið síðan þá en er svona að byrja atvinnumannaferilinn í þessu núna,“ segir Rökkvi um tíma sinn sem uppistandara.

Ferkantaðir áhorfendur

„Ég er búinn að koma fram í ellefu löndum og haldið uppistand á fimm tungumálum. Ég er reiprennandi á ensku, dönsku, sænsku og þýsku og hef komið fram á þeim öllum,“ segir Rökkvi en á hvaða tungumáli er erfiðast að vera fyndinn.

KARATE KID: Rökkvi æfir blandaðar bardagalistir og því er hoppið fræga úr Karate Kid myndinni ekki langt undan.

KARATE KID: Rökkvi æfir blandaðar bardagalistir og því er hoppið fræga úr Karate Kid myndinni ekki langt undan.

„Það er nú erfiðast að halda uppistandið á þýsku. Það er svolítið styrt mál og þjóðverjar eru líka frekar ferkantaðir áhorfendur. Það er langt stærsta áskorunin að koma fram á þýsku.“

Líf grínistans er ekki alltaf dans á rósum og sjaldnast hægt að skemmta öllum. Rökkvi segir að langflestar sýningar sínar hafi endað vel en hann hafi þó einu sinni verið nánast púaður niður.

„Svona hálfpartinn já,“ segir Rökkvi og hlær. „Ég hef kannski ekki beint verið púaður niður en það hefur komið fyrir að fólk spyrji hvort þetta sé ekki bara orðið gott hjá mér, það er svipað vandræðalegt en svona er líf grínistans.“

Tilraunauppistand

Rökkvi kynnti Íslendinga fyrir tilraunauppistandi fyrir þremur árum og það hefur svo sannarlega verið vinsælt.

„Tilraunauppistand er svolítið svona eins og „open mic“ í Bandaríkjunum og Kanada. Það geta ekki allir bara stokkið upp á svið og gripið í hljóðnemann en allir geta skráð sig. Það eru sem sagt ekki bara atvinnuuppistandarar sem taka þátt heldur getur hver sem er skráð sig. Þetta vantaði algjörlega á Íslandi og nú erum við búin að vera með þetta í þrjú ár og þetta hefur verið mjög vinsælt.“

GÓÐUR: Rökkvi kynnti Íslendingum fyrir tilraunauppistandi og hefur það aldrei verið jafn vinsælt og nú.

GÓÐUR: Rökkvi kynnti Íslendingum fyrir tilraunauppistandi og hefur það aldrei verið jafn vinsælt og nú.

„Alla fimmtudaga er svona kvöld á Bar 11, þar eru alltaf reyndir grínistar fyrir hlé og svo koma óreyndari grínistar fram eftir hlé. Kostirnir við að hafa þá reyndari fyrst er að þá er fólk búið að fá eitthvað fyrir sinn snúð, orðið jákvætt og meira opið fyrir þessum óreyndari. Það er búið að hita það upp í einhverjum skilningi.“

GRÍN: Rökkvi er ekki bara fyndinn heldur einstaklega liðugur og ekki hræddur við að sýna það.

GRÍN: Rökkvi er ekki bara fyndinn heldur einstaklega liðugur og ekki hræddur við að sýna það.

2016 verður stórt ár

Rökkvi ætlar sér stóra hluti á árinu og hefur nóg á sinni könnu.

„2016 verður mjög stórt ár hjá mér. Ég verð vikulega með uppistand á Bar 11 og mánaðarlega í Hafnarfirði. Uppistandssenan hefur sprungið út á Íslandi núna upp á síðkastið og er orðið alveg svakalega vinsæl. Ég ætla að reyna að fara meira út á land líka á þessu ári, ég ferðaðist mjög lítið um Ísland á síðasta ári en ætla að bæta úr því núna. Það verður nóg að gera og mikið grínað.“

HRESS: Rökkvi er hress strákur sem tekur lífinu með stóískri ró ásamt því að gera grín af því.

HRESS: Rökkvi er hress strákur sem tekur lífinu með stóískri ró ásamt því að gera grín af því.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts