Þuríður Björg Björgvinsdóttir (18) og Kristín Valdís Örnólfsdóttir (18) klæða sig vel fyrir haustið:

Skautastelpurnar Kristín Valdís og Þuríður Björg úr Skautafélagi Reykjavíkur eru svo sannarlega með hausttískuna á hreinu. Stelpurnar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í flottustu fötunum fyrir haustið.

Tíska Það er ljóst að haustið er komið. Göturnar eru byrjaðar að fyllast af appelsínugulum og rauðum laufblöðum og það kólnar hratt í veðri. Það er þó ekki bara myrkur og kuldi sem fylgir haustinu því hausttískan í ár er einstaklega flott. Skautadrottningarnar Þuríður Björg og Kristín Valdís stilltu sér upp í því heitasta frá Júník og 66° Norður og það er nokkuð ljóst að skvísur Íslands þurfa ekki að örvænta þegar það kemur að fataúrvali hér á landi.

Tíska

SMART: Þessar flíkur má nálgast í Júník og það er alveg á hreinu að þessi samsetning á fötum á vel við í haust.

Tíska

KALT EN SAMT KÚL: Föt sem halda á manni hita geta líka verið töff eins og þessar flíkur úr 66° Norður sýna.

 

ÿØÿà

FLOTTUR JAKKI: Þennan glæsilega jakka, ásamt hinum fötunum, má finna í Júník en það verður að segjast eins og er að hann er ótrúlega töff.

Tíska

ÆÐISLEGUR KJÓLL: Þrátt fyrir að það sé komið haust þýðir það ekki að maður megi ekki skella sér í fínu fötin. Þessi glæsilegi kjóll úr Júník klæðir Kristínu Valdísi einstaklega vel.

Tíska

SÆTUR SAMFESTINGUR: Þuríður Björg, eða Dídí eins og hún er jafnan kölluð, lítur frábærlega út í þessum græna samfesting frá Júník.

Séð og Heyrt fílar haustið og falleg föt.

 

Related Posts