Portið við Nýbýlaveg í Kópavogi ilmar af hausti og kertaljósin ylja í skammdeginu. Portið hélt glæsilega vetrarhátíð þar sem gestir og gangandi gátu skemmt sér vel og skoðað fallega muni.

Portið Starfsemin í Portinu var kynnt á vetrarhátíð og þar var hægt að finnna finna fallega muni og gjafavörur ásamt húsgögnum fyrir heimilið. Þeir sem stóðu fyrir hátíðinni sáu til þess að enginn yrði svangur og að gestir fengu frábæra tónlist beint í æð.

Þarna var eitthvað fyrir alla og þeir sem voru ekki í munaleiðangri gæddu sér á rjúkandi heitum möndlum og dýrindis kaffibolla á meðan þeir hlustuðu á ljúfa tóna Kíton.

Portið

GLÆSILEGUR HÓPUR: Svandís Ása Sigurjónsdóttir, Guðný Þórarinsdóttir, Inga Elín Kristinsdóttir og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir stóðu vaktina í Portinu og voru sammála því að þær væru flottustu portkonur landsins.

Portið

LJÚFIR TÓNAR: Ásbjörg Jónsdóttir og Unnur Birna Bassadóttir í Kíton spiluðu ljúfa tóna fyrir gesti Portsins.

Portið

BLÓMABÖRN: Diljá Einarsdóttir og Gunnhildur Þórarinsdóttir hjá Blóm og krásum létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.

vidbot

ÿØÿáÂhExif

Facebook hópur Portsins hér.

Séð og Heyrt kíkir oft í Portið.

Related Posts