Meistari Shakespere (1564-1616) heillar enn:

Magnað Leikverk Shakespere heilla leikhúsgesti enn þrátt fyrir að hafa verið rituð fyrir fleiri hundruðum árum. Leikhópurinn Vesturport tekst í þetta sinn á við stórverkið Óþelló en það er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Sérstök hátíðarsýning var í leikhúsinu nýlega þar sem fjöldi góðra gesta mættu til að njóta meistaraverksins.

 

img_0899

HRESS Á JÓLUM: Þingmaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar handboltahetjan Kristján Arason voru hress í bragði. Sutt er síðan að faðir Þorgerðar, Gunnar Eyjólfsson leikari lést, en hann var einn ástælasti leikari þjóðarinnar og alla tíð nátengdur Þjóðleikhúsinu.

 

img_0871

KANKVÍS: Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum sendiherra, ráðherra og þingmaður horfir kankvís á konu sína, Bryndísi Schram, en hún sveif um á sviði Þjóðleikhúsins í balletskóm á hennar yngri árum.

 

leikstjóraþrenna

LEIKSTJÓRAÞRENNA: Reynsluboltarnir og leikstjórarnir Rúnar Guðbrandsson og Árni Pétur Guðjónsson voru alsælir með Ara Matthíasson Þjóðleikhússtjóra á milli sín.

 

img_0878

EINSTAKLEGA GLÆSILEG: Hjónin Björgólfur Thor og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir hreinlega geisluðu. Kápa Kristínar vakti sérstaka eftirtekt enda fagugræn og lífgaði upp á gráma skammdegisins.

img_0891

SEGÐU „SÍS“ : Hármeistarinn Simbi og leikhússtjórinn Ari spöruðu ekki brosin.

með pabba

MEÐ PABBA: Dagur B. Eggertson borgarstjóri bauð dóttur sinni Ragnheiði Huldu með í leikhúsið,

img_0885

LITRÍK: Valgerður Valsdóttir skartaði áberandi fallegri silkikápu þegar að hún mætti ásamt eiginmanni sínum, Ingimundi Sigfússyni í leikhúsið.

img_0896

NÚVERANDI OG FYRVERANDI: Tinna Gunnlaugsdóttir fyrrum leikhústjóri Þjóðleikhús skartaði sínu besta,eiginmaður hennar leikarinn, söngvarinn og tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson var prúðbúinn að venju, þau áttu góða kvöldstund með núverandi leikhússtjóra Ara Matthíassyni.

 

img_0892

BLÓMLEG: Guðrún Tinna Ólafsdóttir og maður hennar Karl Pétur Jónsson létu sig ekki vanta.

Related Posts